Enski boltinn

Skilaboðin til Owen Coyle í gær: Einu sinni Guð en núna Júdas

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Owen Coyle í leikslok á sigri Bolton á Burnley í gær.
Owen Coyle í leikslok á sigri Bolton á Burnley í gær. Mynd/AFP

Owen Coyle, stjóri Bolton, fékk að heyra það frá stuðningsmönnum Burnley í leik Bolton og Burnley á Reebok-vellinum í ensku úrvalsdeildinni. Bolton vann þarna fyrsta sigurinn undir stjórn Coyle og sendi gömlu lærisveina hans niður í fallsæti.

Það var talið að um 5000 stuðningsmenn Burnley hafi mætt á völlinn og mesta orka þeirra fór að í að hreyta í sinn gamla stjóra sem þeir sögðu hafa verið einu guð en núna bara Júdas.

„Ég get ekki kvartað því þeir vildu koma og tjá reiði sína. Ef þeir ætla samt að vitna í biblíuna þá ættu þeir frekar að líkja mér við Móses því hann leiddi þjóð sína af villugötum," sagði Owen Coyle.

„Ég vissi alltaf að ég fengi að heyra það og ég tel að það sé bara vitnisburður um mitt góða starf hjá Burnley hversu svekktir stuðningsmennirnir eru yfir því að ég sé farinn," sagði Owen Coyle og ítrekaði enn á ný að þetta hafi verið fótboltaákvörðun.

„Þetta voru þrjú mikilvæg stig á móti félagi þar sem ég eyddi tveimur frábærum árum hjá og félag sem ég mun geyma í hjarta mínu til þar til að ég dey," sagði Owen Coyle.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×