Enski boltinn

Manchester City fær hægri bakvörð að láni frá Roma

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Marco Motta var fyrirliði 21 árs landsliðs Ítala.
Marco Motta var fyrirliði 21 árs landsliðs Ítala. Mynd/AFP

Ítalinn Marco Motta er á leiðinni til landa síns Roberto Mancini, stjóra Manchester City því enska úrvalsdeildarliðið hefur náð samkomulagi við Roma um að fá þennan 23 ára bakvörð að láni út tímabilið.

Marco Motta er bæði í eigu Roma og Udinese sem hafa fallist á það að lána hann til Manchester City en fyrrum fyrirliði ítalska 21 árs landsliðsins mun lenda í Manchester seinna í dag. Þetta verður þriðja tímabilið í röð sem Motta endar á láni því Udinese lánaði hann til Torínó 2008 og svo til Roma í fyrravetur.

Marco Motta var óvænt í byrjunarliði Roma í 1-0 sigri á Catania í ítalska bikarnum í gær og fékk því hálfgerðan kveðjuleik frá Claudio Ranieri, þjálfara Roma.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×