Enski boltinn

Sullivan óttast það að Spurs sé búið að stela Eiði Smára

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Eiður Smári Guðjohnsen.
Eiður Smári Guðjohnsen. Mynd/E.Stefán

David Sullivan, nýr eigandi West Ham, sagði í viðtali við ESPN Soccernet að hann óttaðist að Eiður Smári Guðjohnsen væri hættur við að koma til West Ham og að hann myndi frekar velja það að fara til Tottenham.

Eiður Smári fór í læknisskoðun hjá West Ham í gær en hefur verið í viðræðum við forráðamenn Tottenham í morgun samkvæmt enskum fjölmiðlum.

„Við héldum að við værum með hann en ég óttast það að hann hafi svikið okkur. Ég er að reyna að komast að því þessa stundina," sagði David Sullivan við blaðamann Soccernet.

Gianfranco Zola, stjóri West Ham, lék með Eiði Smára hjá Chelsea en það eru kannski færri sem vita það að Eiður Smári var stuðningsmaður Tottenham í æsku og það gæti jafnvel spilað einhverja rullu í endanlegri ákvörðun Eiðs um hjá hvoru Lundúnaliðinu hann klárar tímabilið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×