Handbolti

Dagur sá rautt í tapi Austurríkis

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Dagur fær hér að líta rauða spjaldið í kvöld.
Dagur fær hér að líta rauða spjaldið í kvöld. Mynd/DIENER

Króatar unnu dramatískan sigur á Austurriki, 26-23, í leik liðanna í milliriðli I á EM í kvöld. Austurríkismenn sýndu hetjulega baráttu sem fyrr en dómarar ákváðu að draga taum Króata rétt eins og gegn Íslandi.

Degi Sigurðssyni, þjálfara Austurríkis, ofbauð dómgæslan fjórum mínútum fyrir leikslok, missti stjórn á skapi sínu og fékk að líta rauða spjaldið frá dómurunum.

Á leið sinni til búningsklefa grýtti Dagur einhverju í vegg en honum var afar heitt í hamsi.

Króatar eru þar með komnir aftur á topp riðilsins með 7 stig en Ísland er í öðru sæti með 6.

Danmörk og Noregur mætast síðan á eftir.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×