Enski boltinn

Rafael Benitez: Vildi ekki útiloka að hann væri á leið til Juventus

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Rafael Benitez, stjóri Liverpool.
Rafael Benitez, stjóri Liverpool. Mynd/AFP

Rafael Benítez, stjóri Liverpool, var ekki tilbúinn að útiloka það að hann myndi fara til Juventus á blaðamannafundi eftir markalaust jafntefli Liverpool á móti Wolves í gær. Það hefur ýtt undir sögusagnir um að Spánverjinn sé að verða næsti þjálfari ítalska liðsins.

„Ég vil frekar tala um leikinn. Ég einbeitti mér að því í dag að finna réttu leiðina til þess að vinna þennan leik," sagði Rafael Benítez þegar hann var spurður út í áhuga Juventus á honum.

Rafael Benítez gerði nýjan fimm ára samning við Liverpool í mars á síðasta ári en það eru ekki miklar líkur á því að hann endist svo lengi eins og staðan er núna í Liverpool-borg.

Guus Hiddink hefur einnig verið orðaður við Juventus en launakröfur hans þykja víst alltof háar. Ciro Ferrara, núverandi þjálfari Juventus, er enn í starfi en það verður varla mikið lengur ef marka má stanslausar fréttir ítalskra fjölmiðla af hugsanlegum brottrekstri hans.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×