Enski boltinn

Liverpool náði jafntefli gegn Wolves

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Úr leik Liverpool og Wolves í kvöld.
Úr leik Liverpool og Wolves í kvöld.

Liverpool sótti stig á útivöll í kvöld er liðið sótti Wolves heim. Eflaust færri stig en lagt var upp með en miðað við spilamennskuna átti Liverpool ekki meira skilið.

Owen Coyle stýrði Bolton til sigurs í fyrsta skipti í kvöld og það gegn sínu gamla félagi, Burnley. Grétar Rafn Steinsson í byrjunarliði Bolton en Jóhannes Karl Guðjónsson ekki í leikmannahópi Burnley að þessu sinni.

Grétar Rafn fagnaði líkt og óður væri eftir leikinn en Coyle faðmaði sína gömlu lærisveina og reyndi að hughreysta þá.

Hermann Hreiðarsson var í byrjunarliði Portsmouth sem gerði jafntefli við West Ham.

Úrslit kvöldsins:

Portsmouth-West Ham 1-1

0-1 Matthew Upson (52.), 1-1 Danny Webber (76.)

Wolves-Liverpool 0-0

Bolton-Burnley 1-0

1-0 Chung-yong Lee (35.)

Tottenham-Fulham 2-0

1-0 Peter Crouch (27.), 2-0 David Bentley (60.)




Fleiri fréttir

Sjá meira


×