Enski boltinn

Rooney skallaði United í úrslit

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Craig Bellamy fékk smápening í hausinn úr stúkunni í gær.
Craig Bellamy fékk smápening í hausinn úr stúkunni í gær.

Wayne Rooney er hreinlega óstöðvandi þessa dagana og hann skoraði markið sem fleytti Man. Utd í úrslit enska deildarbikarsins í kvöld. Rooney skoraði síðasta markið í 3-1 sigri í uppbótartíma.

Man. City mætti í leikinn með 2-1 sigur í farteskinu úr fyrri leiknum. Lítið markvert gerðist í fyrri hálfleik en á 50. mínútu fékk Craig Bellamy smápening í hausinn úr stúkunni.

Það atvik virtist kveikja í leiknum því Paul Scholes kom Man. Utd yfir aðeins tveim mínútum síðar. Michael Carrick kom United síðan í 2-0 á 71. mínútu.

Bæði Carrick og Rooney fengu tækifæri til þess að klára leikinn en voru klaufar að skora ekki úr dauðafærum.

Það nýtti Carlos Tevez sér er hann afgreiddi sendingu Bellamy í netið á listilegan hátt á 76. mínútu.

Það stefndi síðan allt í framlengingu er Rooney skoraði síðasta markið með skalla í uppbótartíma og United þar með komið í úrslitaleikinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×