Enski boltinn

Arnór sagði Redknapp að Eiður færi til West Ham

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Sky-fréttastofan segist hafa heimildir fyrir því að Eiður Smári Guðjohnsen sé búinn að fara í læknisskoðun hjá enska úrvalsdeildarfélaginu West Ham.

Tottenham er eitt þeirra liða sem hafði mikinn áhuga á að fá Eið en Harry Redknapp, stjóri Spurs, sagði í kvöld að Arnór Guðjohnsen, faðir og umboðsmaður Eiðs, hafi tjáð sér að Eiður færi til West Ham.´

"Ég talaði við umboðsmann Eiðs og hann sagði að Eiður væri á leiðinni til West Ham. Ég væri til í að fá Eið en ég held að við séum búnir að missa hann til West Ham," sagði Redknapp eftir leik Tottenham og Fulham í kvöld.

 

 

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×