Enski boltinn

Rooney: Fletcher er í heimsklassa

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Hetja Man. Utd í kvöld, Wayne Rooney, hrósaði liðsfélaga sínum, Skotanum Darren Fletcher, í hástert eftir leikinn gegn Man. City í kvöld.

„Darren Fletcher var ótrúlegur og hann er búinn að spila svona í mörg ár. Hann fær ekki alltaf viðurkenningu fyrir sinn leik en hann stendur fyrir allt sem þetta félag vill standa fyrir. Hann er heimsklassaleikmaður og ég myndi ekki skipta á honum og neinum öðrum leikmanni í heiminum," sagði Rooney kátur.

„Við áttum þetta skilið. Leikmenn City vissu ekkert hvað þeir áttu að gera er við pressuðum þá. Þeir réðu bara ekki við okkur í kvöld."

Skotinn Fletcher var ekki eins stóryrtur og Rooney eftir leikinn.

„Þetta var sigur liðsins í kvöld. Það voru allir klárir í þennan slag og við áttum skilið að vinna. Það er auðvelt að rífa kjaft en við ákváðum að láta verkin tala á vellinum," sagði Fletcher.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×