Handbolti

Aron: Strákarnir eru helvíti góðir

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Aron Kristjánsson, EM-sérfræðingur Vísis.
Aron Kristjánsson, EM-sérfræðingur Vísis.

Aron Kristjánsson, EM-sérfræðingur Vísis, var hæstánægður með frammistöðu strákanna okkar gegn Rússum í dag og hefur trú á því að strákarnir klári einnig Norðmenn á fimmtudag.

„Það var afar ánægjulegt að liðið skyldi vinna svona öruggan sigur. Rússarnir gáfust ótrúlega fljótt upp. Það vantaði allan neista og vilja í þá. Þeir litu mjög illa út í þessum leik.

„Við byrjuðum vel í vörninni og þeir Alex og Arnór voru stórkostlegir. Þeir drógu vígtennurnar algjörlega úr skyttum Rússanna. Svo átti Björgvin enn og aftur góðan leik. Sóknarleikurinn gekk líka frábærlega þar sem Snorri var í essinu sínu en svona vörn eins og Rússar spila hentar honum vel," sagði Aron sem hrósaði einnig þjálfaranum.

„Það var gaman að sjá Guðjón Val vera tekinn af velli eftir 25 mínútur og fá nauðsynlega hvíld. Stulli stóð sig mjög vel. Hann hvíldi einnig fleiri lykilmenn sem er afar jákvætt. Það var líka gaman að sjá Ólaf Guðmundsson koma inn.

„Það er mikilvægt upp á framhaldið að geta leyft mönnum að hvíla og strákarnir eru örugglega með sjálfstraustið í botni núna," sagði Aron en hvað með Noregsleikinn?

„Ég hef trú á því að við vinnum Norðmenn. Strákarnir eru nefnilega helvíti góðir. Norðmenn spila líka ákaflega leiðinlegan handbolta og ég hef trú á að strákarnir klári þetta og fari í undanúrslit."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×