Meistaradeild VÍS í hestaíþróttum sett á Miklatúni í dag Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. janúar 2010 12:15 Mynd/www.meistaradeildvis.is Knapar og gæðingar mun sýna listir sínar á Miklatúni í dag þegar Meistaradeild VÍS í hestaíþróttum verður formlega sett af stað. Kynningarfundur deildarinnar hefst klukkan 14:00 á Kjarvalsstöðum við Miklatún. Haraldur Þórarinsson, formaður Landssambands Hestamannafélaga mun formlega setja Meistaradeild VÍS í hestaíþróttum 2010 og Guðmundur Örn Gunnarsson forstjóri VÍS mun undirrita samning um áframhaldandi stuðning við deildina en VÍS hefur stutt vel við uppbyggingu hennar síðastliðin 4 ár. Meistaradeild VÍS í hestaíþróttum er mótaröð sjö móta með hálfs mánaðar millibili frá 28. janúar fram í lok apríl. Keppendur eru úrval bestu hestaíþróttamanna Íslands. Keppnin fer í Ölfushöllinni fram annað hvert fimmtudagskvöld. Meistaradeild í hestaíþróttum er rekin af félagi áhugamanna með sama nafni og studd af Félagi hrossabænda og Landssambandi hestamannafélaga. Hestar Stangveiði Mest lesið Deildará á Melrakkasléttu í útboðsferli Veiði Fnjóská: Tveggja daga holl með 27 laxa og mikið af silungi Veiði Breytingar á veiðireglum í Rangánum Veiði Ný veiðibók frá Sigga Haug Veiði Sportveiðiblaðið: Breytingar í Þverá - Kjarrá Veiði Ný mið á haglabyssur auðvelda veiðar Veiði Skrínan: Einstök skráning veiði í heiminum Veiði Vænir birtingar að sýna sig í Varmá Veiði Veiðivötn yfir 20.000 fiska múrinn Veiði Veiðimenn langþreyttir á veðrinu Veiði
Knapar og gæðingar mun sýna listir sínar á Miklatúni í dag þegar Meistaradeild VÍS í hestaíþróttum verður formlega sett af stað. Kynningarfundur deildarinnar hefst klukkan 14:00 á Kjarvalsstöðum við Miklatún. Haraldur Þórarinsson, formaður Landssambands Hestamannafélaga mun formlega setja Meistaradeild VÍS í hestaíþróttum 2010 og Guðmundur Örn Gunnarsson forstjóri VÍS mun undirrita samning um áframhaldandi stuðning við deildina en VÍS hefur stutt vel við uppbyggingu hennar síðastliðin 4 ár. Meistaradeild VÍS í hestaíþróttum er mótaröð sjö móta með hálfs mánaðar millibili frá 28. janúar fram í lok apríl. Keppendur eru úrval bestu hestaíþróttamanna Íslands. Keppnin fer í Ölfushöllinni fram annað hvert fimmtudagskvöld. Meistaradeild í hestaíþróttum er rekin af félagi áhugamanna með sama nafni og studd af Félagi hrossabænda og Landssambandi hestamannafélaga.
Hestar Stangveiði Mest lesið Deildará á Melrakkasléttu í útboðsferli Veiði Fnjóská: Tveggja daga holl með 27 laxa og mikið af silungi Veiði Breytingar á veiðireglum í Rangánum Veiði Ný veiðibók frá Sigga Haug Veiði Sportveiðiblaðið: Breytingar í Þverá - Kjarrá Veiði Ný mið á haglabyssur auðvelda veiðar Veiði Skrínan: Einstök skráning veiði í heiminum Veiði Vænir birtingar að sýna sig í Varmá Veiði Veiðivötn yfir 20.000 fiska múrinn Veiði Veiðimenn langþreyttir á veðrinu Veiði