Handbolti

Sverre: Norðmenn gefa ekkert eftir

Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Vín skrifar
Sverre Jakobsson tekur hér á línumanni Rússa.
Sverre Jakobsson tekur hér á línumanni Rússa. Mynd/DIENER
Sverre Jakobsson á ekki von á því að Norðmenn muni nokkuð gefa eftir þrátt fyrir slæmt tap fyrir Danmörku í gær.

„Þeir eru hundfúlir eftir tapið í gær enda fór betra liðið af velli með núll stig. Danirnir voru ansi seigir og svona getur handboltinn verið stundum," sagði Sverre í samtali við Vísi í dag.

„Ég á því von á að Norðmenn ætli sér að klára okkur. Við gerðum jafntefli við þá í báðum leikjunum í undankeppninni og því munu þeir ekkert gefa eftir nú."

Sverre fékk í gær tvær tveggja mínútna brottvísanir gegn Rússum og þrjár og þar með rautt gegn Króötum.

„Þetta eru miklir baráttuleikir og maður verður að halda sinni línu ásamt því að kanna hvað dómararnir leyfa."

„En þetta var þó orðið bölvað rugl hjá mér í gær," sagði hann og hló. „Stundum missir maður sig aðeins."

Sverre meiddist einnig á putta í riðlakeppninni í Linz og spilað með spelku síðan þá.

„Það hefur bara gengið vel og ég er alltaf að verða betri og betri."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×