Enski boltinn

Adebayor líklega í hópnum á móti Manchester í kvöld

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Emmanuel Adebayor á enn eftir að spila fyrir Roberto Mancini.
Emmanuel Adebayor á enn eftir að spila fyrir Roberto Mancini. Mynd/AFP

Emmanuel Adebayor verður væntanlega í leikmannahópi Manchester City sem mætir Manchester United á Old Trafford í kvöld í seinni undanúrslitaleik liðanna í enska deildarbikarnum. City vann fyrri leikinn 2-1 og nægir jafntefli til þess að komast á Wembley.

Emmanuel Adebayor er fyrirliði landsliðs Tógó sem varð fyrir hríðskoraárás í rútu á leið sinni á Afríkumótið í Angóla. Hann hefur ekkert spilað með City frá því að hann snéri aftur frá Tógó.

„Ég talaði við Emmanuel, hann hefur verið að æfa og ég held að hann verði tilbúinn í það að vera á bekknum," sagði Roberto Mancini, stjóri

Manchester City.

Emmanuel Adebayor hefur skorað 6 mörk í 15 leikjum með Manchester City á tímabilinu en hann á enn eftir að spila sinn fyrsta leik undir stjórn

Roberto Mancini.

Kolo Toure gæti einnig verið í hópnum í kvöld en landslið Fílabeinsstrandarinnar datt út úr Afríkukeppninni á sunnudaginn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×