Enski boltinn

Mancini vonast eftir sögulegu kvöldi í Manchester-borg

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Roberto Mancini hefur spáð fyrir bjartri framtíð hjá Manchester City.
Roberto Mancini hefur spáð fyrir bjartri framtíð hjá Manchester City. Mynd/AFP
Manchester City getur í kvöld komist í sinn fyrsta úrslitaleik síðan 1981 þegar liðið heimsækir Manchester United í seinni undanúrslitaleik liðanna í enska deildabikarnum. Það bíða margir spenntir eftir því að leiknum á Old Trafford klukkan 20.00 í kvöld.

"Við verðum að breyta sögu þessa félags," sagði Roberto Mancini, stjóri Manchester City og bætti við: "Leikmennirnir eru staðráðnir í að breyta sögu félagsins en það þarf að byrja einhvers staður og það er mikilvægt að komast í fyrsta úrslitaleikinn," sagði Ítalinn.

Síðasti úrslitaleikur Manchester City var bikarúrslitaleikurinn á móti Tottenham 1981 en Tottenham vann þá eftir tvo leiki. Manchester City hefur síðan ekki unnið bikar síðan að liðið vann 2-1 sigur á Newcastle í úrslitaleik enska deildarbikarsins árið 1976.

Manchester City vann 2-1 sigur á Manchester United í fyrri leiknum þökk sé tveimur mörkum frá Carlos Tevez og frábærri markvörslu Shay Given í markinu en United fór mjög illa með færin sín í seinni hálfleiknum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×