Norskur útvarpsmaður: Undanúrslitin skipta öllu Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Vín skrifar 27. janúar 2010 20:00 Eirik Torbjörnsen. Einn þeirra fjölmörgu norsku fjölmiðlamanna sem eru staddir á Evrópumeistaramótinu í Austurríki er Eirik Torbjörnsen. Hann lýsir leikjum Noregs á P4-útvarpsstöðinni sem sendir út um allan Noreg. Vísir hitti á hann skömmu fyrir leik Íslands og Rússlands á miðvikudaginn en þá var hann að undirbúa útsendingu fyrir leik Noregs gegn Danmörku síðar um kvöldið. Noregur tapaði þeim leik með minnsta mun, 24-23, eftir dramatískar lokamínútur. Ísland mætir Noregi á morgun og getur með sigri tryggt sér sæti í undanúrslitunum. Möguleikar Noregs eru þó ekki fyrir bí. Sigri liðið Ísland með fjórum mörkum eru þeir komnir í undanúrslit svo lengi sem Danmörk tapar fyrir Króatíu. „Í svona móti er það eina sem skiptir máli er að komast í undanúrslitin. Því verður leikurinn gegn Íslandi afar mikilvægur og mjög erfiður," sagði Torbjörnsen. „Miðað við frammistöðu Íslands á mótinu reikna ég með mjög erfiðum leik. Noregur á mjög góðan markvörð - Steinar Ege - en ég tel að allir aðrir leikmenn þurfi að bæta sinn leik til að eiga möguleika gegn Íslandi." Hann fylgdist með leik Íslands gegn Króatíu á þriðjudaginn og hreifst af frammistöðu íslenska liðsins. „Sérstaklega fannst mér þeir Snorri Steinn Guðjónsson og Ólafur Stefánsson góðir. Svo tók ég líka eftir því að Íslendingar eiga mjög góðan markvörð, Björgvin Gústavsson." Norðmenn komu með tvö stig í milliriðilinn og byrjuðu á því að vinna Austurríki. „Ég held að Norðmenn hafa verið heppnir í riðlakeppninni. Þeir voru ekki að spila vel í riðlinum og voru heppnir að hafa þó fengið tvö stig. Þeir fóru oft illa að ráði sínu á lokamínútum leikjanna," sagði Torbjörnsen. Það kom sannarlega í ljós gegn Danmörku þar sem liðið var með forystuna allan leikinn þar til á lokasekúndum leiksins. Torbjörnsen segir mikinn áhuga í Noregi fyrir handboltalandsliðinu. „Sjónvarpsstöðin TV2 sendir út leikina á besta tíma og um milljón manns horfa á hvern leik - um fjórðungur þjóðarinnar. Leikjunum er líka lýst í útvarpi og öll stóru dagblöðin fjalla ítarlega um mótið á hverjum degi. Auðvitað á þó handboltinn þó ekkert í Vetrarólympíuleikana - enn sem komið er allavega." Mest lesið Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Leik lokið: Ísland - Noregur 3-4 | Daufur endir á slöppu ævintýri Fótbolti Síðasti séns á að vinna milljónir Fótbolti Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ Fótbolti Uppgjörið: Malisheva - Víkingur 0-1 | Fagleg frammistaða hjá Víkingum Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Handbolti Fær ekki heimsmet sitt viðurkennt: „Þetta er kjánalegt“ Sport Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Í beinni: Valur - Flora | Evrópuævintýri að hefjast á Hlíðarenda? Fótbolti Fleiri fréttir Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Viktor Gísli kláraði háskólanám með atvinnumennskunni Ein af hetjum Frakka í Laugardalshöllinni látin Færeyingar efstir þrátt fyrir sigur Íslands í síðasta leik Sautján mörk Elmars ekki nóg gegn Færeyjum Gísli þakklátur fjölskyldu sinni: „Minn stærsti mentor í handboltanum og lífinu“ Átti erfitt með að grípa bolta skömmu fyrir sögulega frammistöðu Strákarnir hófu HM á tapi gegn Rúmenum Tárin runnu þegar feðgarnir föðmuðust eftir afrek Gísla í Meistaradeildinni Enn á ný er Íslendingur á bak við sigur Magdeburg í Meistaradeildinni Gísli fékk „deja vu“: Árangur sem aðeins Íslendingar hafa náð Sjá meira
Einn þeirra fjölmörgu norsku fjölmiðlamanna sem eru staddir á Evrópumeistaramótinu í Austurríki er Eirik Torbjörnsen. Hann lýsir leikjum Noregs á P4-útvarpsstöðinni sem sendir út um allan Noreg. Vísir hitti á hann skömmu fyrir leik Íslands og Rússlands á miðvikudaginn en þá var hann að undirbúa útsendingu fyrir leik Noregs gegn Danmörku síðar um kvöldið. Noregur tapaði þeim leik með minnsta mun, 24-23, eftir dramatískar lokamínútur. Ísland mætir Noregi á morgun og getur með sigri tryggt sér sæti í undanúrslitunum. Möguleikar Noregs eru þó ekki fyrir bí. Sigri liðið Ísland með fjórum mörkum eru þeir komnir í undanúrslit svo lengi sem Danmörk tapar fyrir Króatíu. „Í svona móti er það eina sem skiptir máli er að komast í undanúrslitin. Því verður leikurinn gegn Íslandi afar mikilvægur og mjög erfiður," sagði Torbjörnsen. „Miðað við frammistöðu Íslands á mótinu reikna ég með mjög erfiðum leik. Noregur á mjög góðan markvörð - Steinar Ege - en ég tel að allir aðrir leikmenn þurfi að bæta sinn leik til að eiga möguleika gegn Íslandi." Hann fylgdist með leik Íslands gegn Króatíu á þriðjudaginn og hreifst af frammistöðu íslenska liðsins. „Sérstaklega fannst mér þeir Snorri Steinn Guðjónsson og Ólafur Stefánsson góðir. Svo tók ég líka eftir því að Íslendingar eiga mjög góðan markvörð, Björgvin Gústavsson." Norðmenn komu með tvö stig í milliriðilinn og byrjuðu á því að vinna Austurríki. „Ég held að Norðmenn hafa verið heppnir í riðlakeppninni. Þeir voru ekki að spila vel í riðlinum og voru heppnir að hafa þó fengið tvö stig. Þeir fóru oft illa að ráði sínu á lokamínútum leikjanna," sagði Torbjörnsen. Það kom sannarlega í ljós gegn Danmörku þar sem liðið var með forystuna allan leikinn þar til á lokasekúndum leiksins. Torbjörnsen segir mikinn áhuga í Noregi fyrir handboltalandsliðinu. „Sjónvarpsstöðin TV2 sendir út leikina á besta tíma og um milljón manns horfa á hvern leik - um fjórðungur þjóðarinnar. Leikjunum er líka lýst í útvarpi og öll stóru dagblöðin fjalla ítarlega um mótið á hverjum degi. Auðvitað á þó handboltinn þó ekkert í Vetrarólympíuleikana - enn sem komið er allavega."
Mest lesið Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Leik lokið: Ísland - Noregur 3-4 | Daufur endir á slöppu ævintýri Fótbolti Síðasti séns á að vinna milljónir Fótbolti Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ Fótbolti Uppgjörið: Malisheva - Víkingur 0-1 | Fagleg frammistaða hjá Víkingum Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Handbolti Fær ekki heimsmet sitt viðurkennt: „Þetta er kjánalegt“ Sport Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Í beinni: Valur - Flora | Evrópuævintýri að hefjast á Hlíðarenda? Fótbolti Fleiri fréttir Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Viktor Gísli kláraði háskólanám með atvinnumennskunni Ein af hetjum Frakka í Laugardalshöllinni látin Færeyingar efstir þrátt fyrir sigur Íslands í síðasta leik Sautján mörk Elmars ekki nóg gegn Færeyjum Gísli þakklátur fjölskyldu sinni: „Minn stærsti mentor í handboltanum og lífinu“ Átti erfitt með að grípa bolta skömmu fyrir sögulega frammistöðu Strákarnir hófu HM á tapi gegn Rúmenum Tárin runnu þegar feðgarnir föðmuðust eftir afrek Gísla í Meistaradeildinni Enn á ný er Íslendingur á bak við sigur Magdeburg í Meistaradeildinni Gísli fékk „deja vu“: Árangur sem aðeins Íslendingar hafa náð Sjá meira