Norskur útvarpsmaður: Undanúrslitin skipta öllu Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Vín skrifar 27. janúar 2010 20:00 Eirik Torbjörnsen. Einn þeirra fjölmörgu norsku fjölmiðlamanna sem eru staddir á Evrópumeistaramótinu í Austurríki er Eirik Torbjörnsen. Hann lýsir leikjum Noregs á P4-útvarpsstöðinni sem sendir út um allan Noreg. Vísir hitti á hann skömmu fyrir leik Íslands og Rússlands á miðvikudaginn en þá var hann að undirbúa útsendingu fyrir leik Noregs gegn Danmörku síðar um kvöldið. Noregur tapaði þeim leik með minnsta mun, 24-23, eftir dramatískar lokamínútur. Ísland mætir Noregi á morgun og getur með sigri tryggt sér sæti í undanúrslitunum. Möguleikar Noregs eru þó ekki fyrir bí. Sigri liðið Ísland með fjórum mörkum eru þeir komnir í undanúrslit svo lengi sem Danmörk tapar fyrir Króatíu. „Í svona móti er það eina sem skiptir máli er að komast í undanúrslitin. Því verður leikurinn gegn Íslandi afar mikilvægur og mjög erfiður," sagði Torbjörnsen. „Miðað við frammistöðu Íslands á mótinu reikna ég með mjög erfiðum leik. Noregur á mjög góðan markvörð - Steinar Ege - en ég tel að allir aðrir leikmenn þurfi að bæta sinn leik til að eiga möguleika gegn Íslandi." Hann fylgdist með leik Íslands gegn Króatíu á þriðjudaginn og hreifst af frammistöðu íslenska liðsins. „Sérstaklega fannst mér þeir Snorri Steinn Guðjónsson og Ólafur Stefánsson góðir. Svo tók ég líka eftir því að Íslendingar eiga mjög góðan markvörð, Björgvin Gústavsson." Norðmenn komu með tvö stig í milliriðilinn og byrjuðu á því að vinna Austurríki. „Ég held að Norðmenn hafa verið heppnir í riðlakeppninni. Þeir voru ekki að spila vel í riðlinum og voru heppnir að hafa þó fengið tvö stig. Þeir fóru oft illa að ráði sínu á lokamínútum leikjanna," sagði Torbjörnsen. Það kom sannarlega í ljós gegn Danmörku þar sem liðið var með forystuna allan leikinn þar til á lokasekúndum leiksins. Torbjörnsen segir mikinn áhuga í Noregi fyrir handboltalandsliðinu. „Sjónvarpsstöðin TV2 sendir út leikina á besta tíma og um milljón manns horfa á hvern leik - um fjórðungur þjóðarinnar. Leikjunum er líka lýst í útvarpi og öll stóru dagblöðin fjalla ítarlega um mótið á hverjum degi. Auðvitað á þó handboltinn þó ekkert í Vetrarólympíuleikana - enn sem komið er allavega." Mest lesið Opinberað að Beard tók eigið líf Enski boltinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Íslenski boltinn Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Íslenski boltinn Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn Íslenski boltinn Davíð Smári hættur fyrir vestan Íslenski boltinn Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Enski boltinn Mikael Ellert og félagar í vondum málum Fótbolti Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Formúla 1 Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Rafíþróttir Fleiri fréttir Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sjá meira
Einn þeirra fjölmörgu norsku fjölmiðlamanna sem eru staddir á Evrópumeistaramótinu í Austurríki er Eirik Torbjörnsen. Hann lýsir leikjum Noregs á P4-útvarpsstöðinni sem sendir út um allan Noreg. Vísir hitti á hann skömmu fyrir leik Íslands og Rússlands á miðvikudaginn en þá var hann að undirbúa útsendingu fyrir leik Noregs gegn Danmörku síðar um kvöldið. Noregur tapaði þeim leik með minnsta mun, 24-23, eftir dramatískar lokamínútur. Ísland mætir Noregi á morgun og getur með sigri tryggt sér sæti í undanúrslitunum. Möguleikar Noregs eru þó ekki fyrir bí. Sigri liðið Ísland með fjórum mörkum eru þeir komnir í undanúrslit svo lengi sem Danmörk tapar fyrir Króatíu. „Í svona móti er það eina sem skiptir máli er að komast í undanúrslitin. Því verður leikurinn gegn Íslandi afar mikilvægur og mjög erfiður," sagði Torbjörnsen. „Miðað við frammistöðu Íslands á mótinu reikna ég með mjög erfiðum leik. Noregur á mjög góðan markvörð - Steinar Ege - en ég tel að allir aðrir leikmenn þurfi að bæta sinn leik til að eiga möguleika gegn Íslandi." Hann fylgdist með leik Íslands gegn Króatíu á þriðjudaginn og hreifst af frammistöðu íslenska liðsins. „Sérstaklega fannst mér þeir Snorri Steinn Guðjónsson og Ólafur Stefánsson góðir. Svo tók ég líka eftir því að Íslendingar eiga mjög góðan markvörð, Björgvin Gústavsson." Norðmenn komu með tvö stig í milliriðilinn og byrjuðu á því að vinna Austurríki. „Ég held að Norðmenn hafa verið heppnir í riðlakeppninni. Þeir voru ekki að spila vel í riðlinum og voru heppnir að hafa þó fengið tvö stig. Þeir fóru oft illa að ráði sínu á lokamínútum leikjanna," sagði Torbjörnsen. Það kom sannarlega í ljós gegn Danmörku þar sem liðið var með forystuna allan leikinn þar til á lokasekúndum leiksins. Torbjörnsen segir mikinn áhuga í Noregi fyrir handboltalandsliðinu. „Sjónvarpsstöðin TV2 sendir út leikina á besta tíma og um milljón manns horfa á hvern leik - um fjórðungur þjóðarinnar. Leikjunum er líka lýst í útvarpi og öll stóru dagblöðin fjalla ítarlega um mótið á hverjum degi. Auðvitað á þó handboltinn þó ekkert í Vetrarólympíuleikana - enn sem komið er allavega."
Mest lesið Opinberað að Beard tók eigið líf Enski boltinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Íslenski boltinn Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Íslenski boltinn Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn Íslenski boltinn Davíð Smári hættur fyrir vestan Íslenski boltinn Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Enski boltinn Mikael Ellert og félagar í vondum málum Fótbolti Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Formúla 1 Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Rafíþróttir Fleiri fréttir Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn Íslenski boltinn
Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn Íslenski boltinn