Handbolti

Pólverjar í undanúrslit

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Tékkinn Filip Jicha skorar í leiknum í kvöld.
Tékkinn Filip Jicha skorar í leiknum í kvöld. Nordic Photos/AFP

Póllandi varð í kvöld fyrsta liðið til þess að bóka farseðilinn í undan úrslit keppninnar er Póllandi lagði Tékka, 35-34. Pólverjar máttu svo sannarlega hafa fyrir sigrinum gegn Tékkum í kvöld.

Pólverjar þar með jafnir Frökkum á toppi milliriðils II með sjö stig og komnir áfram.

Spánverjar eru í þriðja sæti með 5 stig og eygja veika von um að komast í undanúrslit keppninnar. Spánverjar þurfa að treysta á sigur Pólverja gegn Frökkum á fimmtudag ásamt því að klára sinn leik.

Þá eru Spánn og Frakkland bæði með 7 stig en þau gerðu jafntefli fyrr í keppninni. Þá ræður heildarmarkatala riðilsins og hún er Spánverjum í hag.

Frakkar verða því að fá stig gegn Pólverjum, að því gefnu að Spánverjar vinni sinn leik, til þess að vera öruggir áfram.

Filip Jicha var markahæstur Tékka í leiknum en Karol Bielecki var atkvæðamestur hjá Póllandi. Báðir skoruðu þeir 7 mörk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×