Enski boltinn

Mancini: Vorum óheppnir

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Roberto Mancini, stjóri Man. City, var ekki sammála þeim sem fannst að Man. Utd hafi átt skilið að vinna Manchester-rimmuna í kvöld.

„Við spiluðum mjög vel. Við vorum aðeins undir pressu í 10 mínútur og á þessum 10 mínútum vorum við mjög óheppnir. Hinar 80 mínúturnar vorum við að spila virkilega vel," sagði Ítalinn.

„Ég finn til með leikmönnum sem og stuðningsmönnum félagsins eftir þennan leik. Ég verð samt að hrósa leikmönnunum. Nú verðum við bara að vinna hina bikarkeppnina."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×