Enski boltinn

Ferguson: Rooney er einstakur leikmaður

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Sir Alex Ferguson, stjóri Man. Utd, var óvenju brosmildur eftir leikinn gegn City í kvöld enda ekki gengið vel hjá United upp á síðkastið.

„Þetta er nágrannaslagur og maður vill gjarna vinna þessa leiki. Það var mikið krydd í þessum leik og það var sérstök sigurstemning í leikslok. Við vorum þolinmóðir og alltaf hættulegir er við settum pressu á þá," sagði Ferguson sem var að vonum kátur með Wayne Rooney sem skoraði sigurmark leiksins.

„Mér fannst Wayne Rooney bjóða upp á heimsklassaframmistöðu í þessum leik. Hann var betri í kvöld en þegar hann skoraði fjögur mörk um síðustu leiki. Hann er einstakur leikmaður."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×