Handbolti

Maximov: Dómararnir dæmdu með einu liði

Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Vín skrifar
Maximov ekki sáttur.
Maximov ekki sáttur.

Vladimir Maximov, þjálfari rússneska landsliðsins, var skiljanlega heldur ósáttur við úrslitin í leiknum gegn Íslandi í dag.

Ísland vann öruggan sigur í leiknum, 38-30, eftir að hafa komist í tíu marka forystu strax í fyrri hálfleik.

„Dómararnir dæmdu bara með einu liði í dag,“ sagði hann á blaðamannafundi eftir leikinn. „Þeir hjálpuðu okkar liði ekki neitt. Rússland átti aldrei möguleika í dag.“

„Ísland náði að komast snemma í forystu og það er afar erfitt að ætla að vinna upp það forskot aftur.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×