Fleiri fréttir

Ólafur Stefánsson: Ég finn sama og ekkert fyrir þessu

„Það gekk vel á æfingunni. Ég finn sama og ekkert fyrir þessu. Ég held að ég geti beitt mér að fullu," sagði Ólafur Stefánsson í samtali við vefsíðu Í blíðu og stríðu eftir æfingu íslenska landsliðsins í dag.

IHF staðfestir undankeppni Asíu

Alþjóða handknattleikssambandið hefur staðfest að undankeppni Asíu fyrir Ólympíuleikana í Peking fari fram í Japan í lok mánaðarins.

Grétar: Gott að Bolton hafnaði mér

Grétar Rafn Steinsson segir að það hafi gert sér gott að Bolton hafi hafnað sér þegar hann fór til reynslu hjá félaginu fyrir fimm árum síðan.

Danir vilja halda HM 2011

Danir ætla að leggja fram beiðni um að fá að halda heimsmeistaramótið í handknattleik árið 2011.

Ólafur æfði í dag - „gekk vel“

Ólafur Stefánsson æfði með íslenska landsliðinu í handbolta í Þrándheimi í dag og gekk vel að sögn Einars Þorvarðarsonar, framkvæmdarstjóra HSÍ.

Baur: Ætlum að vinna Ísland

Markus Baur segir að áhorfendur mega búast við því að sjá gerbreytt þýskt landslið gegn Íslandi á morgun.

Renault og Williams frumsýndu á Spáni

Bæði Renault og Williams nýttu sér Valencia brautina á Spáni til að frumsýna og frumkeyra ný ökutæki, sem notuð verða á næsta keppnistímabili.

Dida og Kalac áfram hjá Milan

Varaforseti AC Milan segir að Nelson Dida og Zeljko Kalac verða áfram á mála hjá félaginu á næsta tímabili.

Richardson frá í þrjár vikur

Kieran Richardson verður frá næstu þrjár vikurnar en hann tognaði aftan á læri á æfingu Sunderland í síðustu viku.

Souness í viðræðum við Skota

Graeme Souness hefur greint frá því að hann hefur átt í viðræðum við skoska knattspyrnusambandið um starf landsliðsþjálfara.

Grétar Rafn í liði vikunnar

Hægri bakvörðurinn Grétar Rafn Steinsson er í liði vikunnar hjá hinni vinsælu Soccernet fótboltafréttasíðu eftir leiki helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni. Grétar lék sinn fyrsta leik með Bolton um helgina eftir að hafa gengið til liðs við félagið frá AZ Alkmaar.

Eriksson vill Hart í enska landsliðið

Sven-Göran Eriksson hefur bent Fabio Capello þjálfara enska landsliðsins að Joe Hart gæti verið lausnin á markvarðavandræðum enska landsliðsins.

Ísland með lélegustu sóknina á EM

Áður en EM í handbolta hófst í Noregi á fimmtudaginn var talað um að Ísland ætti eitt besta sóknarlið keppninnar. Annað hefur komið á daginn.

Barcelona lagði Santander

Barcelona minnkaði forskot Real Madrid aftur niður í sjö stig í kvöld þegar liðið vann tilþrifalítinn 1-0 sigur á Racing Santander í spænsku úrvalsdeildinni. Thierry Henry skoraði sigurmarkið eftir hálftímaleik. Eiður Smári Guðjohnsen var í byrjunarliði Börsunga en var skipt af velli á 58. mínútu.

Zlatan tryggði Inter umdeildan sigur

Sænski markahrókurinn Zlatan Ibrahimovic var í aðalhlutverki í kvöld þegar Ítalíumeistarar Inter unnu 3-2 sigur á Parma í dramatískum leik í Mílanó. Inter var 2-1 undir í leiknum þegar tvær mínútur voru til leiksloka.

Muntari tryggði Ghana sigur

Glæsimark frá Portsmouth-manninum Sulley Muntari tryggði heimamönnum í Ghana nauman 2-1 sigur á Gíneu í opnunarleiknum í Afríkukeppninni í knattspyrnu í kvöld. Ghanamenn áttu þrjú skot í slá í fyrri hálfleik en náðu ekki að tryggja sér sigurinn fyrr en Muntari þrumaði boltanum í netið af 25 metra færi í lokin.

Algjört andleysi

„Mér fannst eins og að leikurinn væri tapaður frá fyrstu mínútu. Það var engin stemning og engin barátta og strákarnir höfðu greinilega enga trú á verkefninu,“ sagði Sigurður Sveinsson, einn sérfræðinga Vísis um EM í handbolta.

Real með 10 stiga forskot

Real Madrid náði í kvöld 10 stiga forskoti á toppi spænsku úrvalsdeldarinnar þegar liðið lagði granna sína í Atletico 2-0. Raul kom Real yfir eftir mínútuleik og Nistelrooy bætti við síðara markinu. Barcelona getur minnkað forskot Real niður í sjö stig með sigri á Racing í kvöld þar sem Eiður Smári Guðjohnsen er í byrjunarliði.

Rússar úr leik á EM

Óvæntasta frétt dagsins á EM í handbolta er líklega sú staðreynd að Rússar urðu í neðsta sæti í B-riðli og féllu þar með úr leik.

Eiður í byrjunarliði Barcelona

Eiður Smári Guðjohnsen er í byrjunarliði Barcelona í kvöld þegar liðið tekur á móti Racing Zantander í lokaleiknum í spænska boltanum. Leikurinn er sýndur beint á Sýn Extra.

Áttum engan möguleika

"Við áttum í raun og veru aldrei möguleika á að vinna þennan leik strax frá byrjun. Frakkarnir voru bara betri á öllum sviðum og eru með betra lið en við eins og staðan er í dag", sagði Alfreð Gíslason landsliðsþjálfari í samtali við Rúv í kvöld.

Snorri: Þeir voru betri á öllum sviðum

"Við mættum bara ofjörlum okkar á öllum sviðum í dag," sagði landsliðsmaðurinn Snorri Steinn Guðjónsson í samtali við Rúv eftir stórtap íslenska landsliðsins fyrir Frökkum í lokaleiknum í D-riðlinum á EM í kvöld.

Ísland mætir næst Þýskalandi

Eftir sigur Ungverja á Svartfellingum í dag er það ljóst að Ísland mætir fyrst Þýskalandi í milliriðli 2 á þriðjudaginn kemur.

Króatar með fullt hús

Króatar fara með 4 stig með sér í milliriðla upp úr A-riðlinum á EM eftir þriðja sigur sinn í röð á mótinu í dag. Króatar lögðu Slóvena 29-24 í dag þar sem Ivano Balic skoraði 7 mörk fyrir liðið líkt og Ales Pajovic fyrir Slóveníu.

Hicks ætlar ekki að selja

Tom Hicks, annar eigenda Liverpool, segir ekki koma til greina að selja hlut sinn í félaginu. Orðrómur hefur verið á kreiki um að fjárfestar frá Dubai ætluðu að gera yfirtökutilboð í félagið.

Glæsimark Cole dugði Hömrunum ekki

Manchester City er enn taplaust á heimavelli í ensku úrvalsdeildinni eftir að liðið gerði 1-1 jafntefli við West Ham í síðari leik dagsins. Carlton Cole kom West Ham yfir með glæsilegri bakfallsspyrnu á upphafsmínútunum en Darius Vassell jafnaði skömmu síðar og þar við sat.

Christiansen skoraði 13 mörk í sigri Dana

Danir tryggðu sér í dag tvö stig í nesti í milliriðlana á EM með 31-28 sigri á Rússum í B-riðlinum. Danirnir voru með 18-11 forystu í hálfleik og lönduðu sigrinum þrátt fyrir að Rússarnir hefðu lagað stöðuna í lokin.

Spánverjar unnu stórsigur á Þjóðverjum

Spánverjar báru sigurorð af Þjóðverjum 30-22 í lokaleik liðanna í C-riðlinum á EM í handbolta í dag. Juan Garcia skoraði 8 mörk fyrir Spánverja en þeir Glandorf, Klimovets og Kehrmann skoruðu 4 hver fyrir Þjóðverja. Jose Javier Hombrados var maður leiksins og varði 18 skot í spænska markinu.

Ísland í milliriðilinn án stiga

Frakkar sýndu mátt sinn og megin með níu marka sigri á Íslandi, 29-20, í lokaleik D-riðils á EM í handbolta í Noregi.

Svíar rótburstuðu Slóvaka

Svíar virðast hafa verið fljótir að jafna sig á tapinu gegn Frökkum í D-riðli okkar Íslendinga á EM. Sænska liðið rótburstaði Slóvaka 41-25 í lokaleik sínum í riðlinum í dag og fer því með tvö stig í milliriðil..

Everton í fjórða sætið

Everton lagði Wigan 2-1 á útivelli í fyrri leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu og náði fyrir vikið fjórða sætinu í deildinni.

Pólverjar lögðu Tékka

Pólverjar unnu annan sigur sinn á EM í handbolta í dag þegar þeir skelltu Tékkum 33-30 í A-riðli. Karol Bielecki skoraði 9 mörk úr 11 skotum fyrir Pólverja og Adam Weiner varði 17 skot í markinu en Karel Nocar var markahæstur Tékka með 7 mörk.

Michael Jordan heldur með Havant & Waterlooville

Einn af stjórnarmönnum utandeildarliðsins Havant & Waterlooville á Englandi er nú að leita að stærstu keppnistreyju sem hann finnur með liðinu til að senda körfuboltastjörnunni Michael Jordan.

Frakkar í hefndarhug

Íslenska landsliðið mætir Frökkum í dag í lokaleik sínum í D-riðlinum á EM. Andstæðingurinn er ógnarsterkt lið Frakka, sem mætir í leikinn í hefndarhug eftir stórt tap gegn íslenska liðinu á HM í fyrra.

Sjá næstu 50 fréttir