Handbolti

Ísland í milliriðilinn án stiga

Íslenskir áhorfendur hafa verið áberandi á leikjum Íslands.
Íslenskir áhorfendur hafa verið áberandi á leikjum Íslands. Mynd/Pjetur

Frakkar sýndu mátt sinn og megin með níu marka sigri á Íslandi, 29-20, í lokaleik D-riðils á EM í handbolta í Noregi.

Þetta þýðir að Ísland lenti í 3. sæti D-riðils og fer því í milliriðlakeppnina með núll stig. Það þýðir að draumurinn um sæti í undanúrslitunum sé afar fjarlægur.

Það kemur þó fáum á óvart að Frakkar hafi unnið þennan leik, þessi barátta tapaðist að stærstum hluta til þegar Ísland steinlá fyrir Svíum í fyrstu umferðinni.

Fylgst var með leiknum í beinni textalýsingu á Vísi:

18.40 Ísland - Frakkland 21-30

Það er lítið hægt að segja um síðari hálfleikinn - hann leið einfaldlega áfram án stórra tíðinda. Frakkarnir slökuðu lítið á en það gerðu Íslendingarnir svo sem ekki heldur, þeir áttu bara ekki möguleika gegn þessu gríðarsterka franska landsliði.

Sóknarleikurinn skánaði eftir því sem leið á leikinn og er það helst jákvæðast við leikinn. Einar Hólmgeirsson skoraði tvö fín mörk í seinni hálfleik og vonandi að það sé vísir að því sem koma skal hjá honum.

Thierry Omeyer var valinn maður leiksins en hann varði 16 skot í leiknum og hlutfallsmarkvarsla hans var 52%.

Tölfræði leiksins:

Ísland - Frakkland 21-30 (8-17)

Gangur leiksins: 0-2, 2-3, 2-7, 4-12, 7-14, (8-17), 8-18, 10-20, 13-22, 15-24, 15-27, 18-29, 21-30. 

Mörk Íslands (skot):

Alexander Petersson 5 (6)

Snorri Steinn Guðjónsson 4/2 (7/2)

Guðjón Valur Sigurðsson 4 (10/1)

Róbert Gunnarsson 2 (3)

Einar Hólmgeirsson 2 (7)

Logi Geirsson 2/1 (8/2)

Vignir Svavarsson 1 (1)

Bjarni Fritzson 1 (2)

Ásgeir Örn Hallgrímsson 0 (3)

Varin skot:

Hreiðar Guðmundsson 6 (23/1, 26%, 35 mínútur)

Birkir Ívar Guðmundsson 6 (19/2, 32%, 25 mínútur)

Skotnýting: 45%, skorað úr 21 af 47 skotum.

Vítanýting: Skorað úr 3 af 5.

Fiskuð víti: Róbert 2, Logi 1, Alexander 1.

Mörk úr hraðaupphlaupum: 5 (Guðjón Valur 2, Vignir 1, Bjarni 1 og Róbert 1).

Utan vallar: 4 mínútur (Einar 1 og Sverre 1).

Markahæstir hjá Frökkum:

Nikola Karabatic 10/2 (13/2)

Olivier Girault 4 (6/1)

Daniel Narcisse 4 (8)

Jerome Fernandez 3 (6)

Skotnýting: 64%, skorað úr 30 af 47 skotum.

Vítanýting: Skorað úr 2 af 3.

Mörk úr hraðaupphlaupum: 9.

Utan vallar: 10 mínútur.

Rautt spjald: Laurent Busselier (eftir 36:48 mín).

18.28 Ísland - Frakkland 15-26

Alfreð tók leikhlé þegar tæpar tíu mínútur voru til leiksloka. Það er þó fátt annað að gera en að reyna að klára þessar mínútur sem eru eftir með sæmd.

18.20 Ísland - Frakkland 14-23

Birkir Ívar hefur ekki varið eitt einasta skot það sem af er síðari hálfleik en fjórtán mínútur eru liðnar af honum.

Karabatic er kominn upp í níu mörk og Omeyer er með fjórtán varin skot.

18.15 Ísland - Frakkland 12-21

Munurinn er enn níu mörk en Laurent Busselier fékk að líta rauða spjaldið rétt í þessu fyrir að bregða Alexander Petersson í hraðaupphlaupi. Það var heldur strangur dómur.

17.54 Ísland - Frakkland 8-17, hálfleikur

Ekkert mark var skorað í síðustu sóknum leiksins og munurinn því níu mörk í hálfleik.

Það er þrátt fyrir allt ekki sama vonleysið í íslenska liðinu og gegn Svíum í fyrsta leiknum. Frakkarnir eru einfaldlega of góðir og hafa farið á kostum hér í fyrri hálfleik. Þetta er greinilega eitt besta lið heims og getur vel varið titil sinn á þessu móti.

Hins vegar verður að segjast að sóknarleikur íslenska liðsins er bara alls ekki nógu góður. Svo einfalt er það.

Thierry Omeyer hefur varið afar vel í fyrri hálfleik, samtals tíu skot af átján, þar af tvö af fjórum vítum. Hlutfallsmarkvarsla hans er upp á 56%.

Birkir Ívar hefur einnig staðið vaktina mjög vel og gert sitt besta til að laga slæmt ástand. Hann lék síðustu ellefu mínútur hálfleiksins og varði á þeim tíma sex skot.

Mörk Íslands:

Alexander Petersson 2 (3)

Róbert Gunnarsson 2 (3)

Logi Geirsson 2/1 (5/2)

Snorri Steinn Guðjónsson 1/1 (2/1)

Guðjón Valur Sigurðsson 1 (5)

Ásgeir Örn Hallgrímsson 0 (2)

Einar Hólmgeirsson 0 (2)

Varin skot:

Hreiðar Guðmundsson 2 (12, 17%, 19 mínútur)

Birkir Ívar Guðmundsson 6 (13/2, 46%, 11 mínútur)

17.51 Ísland - Frakkland 8-17

Það segir sína sögu þegar Guðjón Valur Sigurðsson og Alexander Petersson eru orðnar aðalskyttur íslenska landsliðsins.

Einar Hólmgeirsson tók tvö skot í upphafi leiks og hætti. Hið sama má segja um Ásgeir Örn þegar hann fékk tækifærið. Logi Geirsson hefur tekið þrjú skot utan af velli og skorað eitt.

Snorri Steinn hefur tekið eitt skot utan af velli en það skilaði sér ekki í marki.

17.43 Ísland - Frakkland 7-15

Frakkarnir virðast bara vera of góðir og eru einfaldlega að sigla fram úr. Íslendingar reyna hvað þeir geta en það er bara til lítils.

Nikola Karabatic hefur verið nánast ómennskur í þessum leik og skorað fimm glæsileg mörk og bætt við tveimur úr vítum.

Íslendingar hafa hins vegar brennt af tveimur vítum til þessa, til að bæta gráu á svart.

17.32 Ísland - Frakkland 3-8

Líkamlegur styrkur Frakka virðist bara of mikill fyrir íslenska sóknarleikinn eins og liðið er að spila þessa stundina. Strákarnir sæka of mikið í einvígin í sókninni og þar eiga þeir bara ekki glætu.

Íslendingar hafa reynt að framkvæma leikfléttur í sókninni en án mikils árangurs. Helst að Róbert Gunnarsson láti til sín taka á línunni en hann hefur skorað eitt mark og fiskað tvö víti en annað þeirra var ekki nýtt.

17.23 Ísland - Frakkland 2-5

Frakkar byrjuðu þennan leik af gríðarlegum krafti og skoruðu eftir 20 sekúndur. Frakkar komust svo í 3-1 en Ísland minnkaði svo muninn í 3-2 sem var mikilvægt til að forða því að Frakkarnir myndu stinga af.

Frakkarnir skoruðu svo tvö mörk í röð en því miður verður að segjast að það eru fá batamerki á sóknarleik íslenska liðsins.

Byrjunarliðið í sókninni er frá vinstri: Guðjón Valur, Logi, Snorri Steinn, Einar, Alexander og Róbert á línunni.

Snorri og Einar skipta svo út fyrir Sigfús og Ásgeir Örn sem koma inn í vörnina.

17.14

Sigur Spánverja á Þýskalandi þýðir að sennilega munu öll liðin úr C-riðli fara með tvö stig í milliriðilinn, svo lengi sem Ungverjaland vinnur Svartfjallaland á eftir.

Ef Ísland vinnur Frakkland munu öll liðin úr D-riðli fara einnig með tvö stig í sama milliriðil. Ef Frakkar vinna verða þeir í efsta sæti milliriðilsins fyrir fyrsta leik en Ísland á botninum með núll stig.

17.07

Nú er skammt til að síðasti leikur D-riðils hefjist en fyrr í dag rústuðu Svíar liði Slóvaka, 41-25. Það er því ljóst að Slóvakar fá ekkert stig í riðlinum og Íslendingar öruggir með þrijða sætið.

Ef Ísland vinnur hins vegar Frakkland í dag fara bæði lið, auk Svía, í milliriðlakeppnina með tvö stig.

Vinni Frakkar fara þeir með fjögur stig áfram í næstu umferð, Svíar tvö sem fyrr en Ísland ekkert.

Jaliesky Garcia verður ekki með Íslendingum í dag vegna veikinda og ekki heldur Ólafur Stefánsson sem er veikur.

Sverre Andreas Jakobsson kemur inn í liðið í stað Garcia.

Hópur Íslands:

Markverðir:

12 Birkir Ívar Guðmundsson

16 Hreiðar Guðmundsson

Aðrir leikmenn:

2 Vignir Svavarsson

3 Logi Geirsson

4 Bjarni Fritzson

5 Sigfús Sigurðsson

6 Ásgeir Örn Hallgrímsson

9 Guðjón V. Sigurðsson

10 Snorri Steinn Guðjónsson

13 Einar Hólmgeirsson

15 Alexander Petersson

17 Sverre Jakobsson

18 Róbert Gunnarsson

25 Hannes Jón Jónsson




Fleiri fréttir

Sjá meira


×