Handbolti

IHF staðfestir undankeppni Asíu

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Katar ætlar að sniðganga undankeppni ÓL í Asíu.
Katar ætlar að sniðganga undankeppni ÓL í Asíu. Nordic Photos / AFP

Alþjóða handknattleikssambandið (IHF) hefur staðfest að undankeppni Asíu fyrir Ólympíuleikana í Peking fari fram í Japan í lok mánaðarins.

Eins og áður hefur komið fram á Vísi höfnuðu allar þjóðir nema Japan og Suður-Kórea nýja fyrirkomulaginu og drógu þær því sig úr keppninni.

Það verða því aðeins þessar tvær þjóðir sem keppa um laust sæti á Ólympíuleikunum í Peking í sumar.

Kvennaliðin mætast í Tókíó þann 29. janúar næstkomandi og karlaliðin degi síðar.

Undankeppni Asíu fyrir Ólympíuleikana fór fram í haust en vegna ásakana um spillingu ákvað IHF að endurtaka skyldi keppnina. Alþjóða Ólympíusambandið hótaði að taka handbolta af dagskrá Ólympíuleikanna ef niðurstaðan fengi að standa.

Þær þjóðir sem hafa dregið sig úr keppni eru Kúvæt, Kasakstan, Katar og Sameinuðu arabísku furstadæmin.


Tengdar fréttir

Svona komst Ísland á Ólympíuleikana

Eitt aðalmálið á EM í Noregi snerist um hvaða tvær þjóðir urðu síðastar til að tryggja sér sæti í undankeppni Ólympíuleikanna í Peking í sumar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×