Enski boltinn

Grétar: Gott að Bolton hafnaði mér

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Grétar Rafn í baráttu við Damien Duff, leikmann Newcastle.
Grétar Rafn í baráttu við Damien Duff, leikmann Newcastle. Nordic Photos / AFP

Grétar Rafn Steinsson segir að það hafi gert sér gott að Bolton hafi hafnað sér þegar hann fór til reynslu hjá félaginu fyrir fimm árum síðan.

Þetta segir hann í samtali við Daily Mail í dag en Grétar lék sinn fyrsta leik með Bolton um helgina og komst mjög vel frá sínu. Bolton mætti Newcastle og gerðu liðin markalaust jafntefli.

Grétar Rafn gekk til liðs við Bolton frá AZ Alkmaar í Hollandi í síðustu viku fyrir 3,5 milljónir punda eða 340 milljónir króna.

„Ég var ungur og að prófa mig áfram á þeim tíma," sagði Grétar. „Ég var ekki tilbúinn fyrir svo stórt félag á þeim tíma. Bolton sagði nei og varð ég pirraður vegna þess. En maður verður bara að nýta reynsluna og halda áfram."

„Ég fór þá aftur til míns félags á Íslandi og tók þá ákvörðun að komast á þann stað sem ég er á í dag. Ég vissi að ég myndi ekki komast í liðið hjá Bolton á þeim tíma því ég var ekki nægilega góður."

„Þangað vildi ég hins vegar komast og þurfti ég því að setja mér ný markmið til að ná því."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×