Fótbolti

Souness í viðræðum við Skota

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Graeme Souness, fyrrum stjóri Newcastle.
Graeme Souness, fyrrum stjóri Newcastle. Nordic Photos / Getty Images

Graeme Souness hefur greint frá því að hann hefur átt í viðræðum við skoska knattspyrnusambandið um starf landsliðsþjálfara.

Skotar hafa verið að leita að eftirmanni Alex McLeish sem er nú hjá Birmingham en Tommy Burns hefur helst verið orðaður við starfið.

Ekkert virðist þokast í þeim viðræðum og þykir nú Souness einna líklegastur til að fá starfið.

„Ég vil fá starfið. Ég er búinn að fara í viðtal hjá þeim en allt fór mjög fagmannlega fram," sagði Souness.

Hann á að baki 54 landsleiki með Skotlandi en síðast starfaði hann sem knattspyrnustjóri Newcastle árið 2006.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×