Handbolti

Króatar með fullt hús

Ivano Balic skoraði sjö mörk fyrir Króata í dag
Ivano Balic skoraði sjö mörk fyrir Króata í dag AFP

Króatar fara með 4 stig með sér í milliriðla upp úr A-riðlinum á EM eftir þriðja sigur sinn í röð á mótinu í dag. Króatar lögðu Slóvena 29-24 í dag þar sem Ivano Balic skoraði 7 mörk fyrir liðið líkt og Ales Pajovic fyrir Slóveníu.

Króatarnir unnu alla leiki sína í riðlinum, Pólverjar urðu í öðru og fara með tvö stig í milliriðil og Slóvenar sömuleiðis - en án stiga. Tékkar sátu eftir í riðlinum án stiga og eru á heimleið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×