Handbolti

Frakkar í hefndarhug

Bertrand Gille er ekki búinn að gleyma leiknum á HM í fyrra
Bertrand Gille er ekki búinn að gleyma leiknum á HM í fyrra Nordic Photos / Getty Images

Íslenska landsliðið mætir Frökkum í dag í lokaleik sínum í D-riðlinum á EM. Andstæðingurinn er ógnarsterkt lið Frakka, sem mætir í leikinn í hefndarhug eftir stórt tap gegn íslenska liðinu á HM í fyrra.

Íslenska liðið málaði sig út í horn á HM forðum með því að tapa fyrir Úkraínumönnum í fyrsta leik, en komu til baka og unnu frækinn sigur á Frökkunum í hreint mögnuðum leik 32-24. Frakkarnir eru sannarlega ekki búnir að gleyma því.

"Íslendingarnir voru að spila fyrir lífi sínu og tóku okkur í kennslustund í handbolta. Ég vona svo sannarlega að við verðum betur undirbúnir til að mæta þeim að þessu sinni og stefnan er að ná jafngóðum leik og á móti Svíum í gær," sagði Bertrand Gille í samtali við L´Equipe.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×