Handbolti

Spánverjar unnu stórsigur á Þjóðverjum

Spánverjar fagna sigrinum á Þjóðverjum
Spánverjar fagna sigrinum á Þjóðverjum AFP

Spánverjar báru sigurorð af Þjóðverjum 30-22 í lokaleik liðanna í C-riðlinum á EM í handbolta í dag. Juan Garcia skoraði 8 mörk fyrir Spánverja en þeir Glandorf, Klimovets og Kehrmann skoruðu 4 hver fyrir Þjóðverja. Jose Javier Hombrados var maður leiksins og varði 18 skot í spænska markinu.

Liðin fara því bæði áfram með 2 stig með sér í milliriðla upp úr C-riðlinum, en Ungverjar og Hvít-Rússar eiga eftir að mætast í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×