Handbolti

Snorri: Þeir voru betri á öllum sviðum

Snorri Steinn Guðjónsson
Snorri Steinn Guðjónsson Mynd/Pjetur

"Við mættum bara ofjörlum okkar á öllum sviðum í dag," sagði landsliðsmaðurinn Snorri Steinn Guðjónsson í samtali við Rúv eftir stórtap íslenska landsliðsins fyrir Frökkum í lokaleiknum í D-riðlinum á EM í kvöld.

"Það varð fljótt ljóst í hvað stefndi í þessum leik. Okkur gekk illa að finna svör við varnarleiknum þeirra og þegar það tókst var markvörðurinn þeirra erfiður. Við töpum með níu mörkum en þetta var líka gott lið sem við vorum að tapa fyrir," sagði Snorri og sagði Frakka eitt sigurstranglegasta liðið á EM.

Hann segir íslenska liðið alls ekki hætt og nú verði strákarnir að fara að einhbeita sér að andstæðingunum í milliriðli.

"Menn þurfa bara að vera betur stilltir í þessa leiki og skrúfa upp hraðann sem er okkar helsti styrkur. Við erum bara búnir að spila einn góðan hálfleik á þessu móti og það var þá sem við náðum að keyra upp hraðann. Við verðum að laga þetta ef við eigum ekki að verða bara á botninum í þessum milliriðli. Það þýðir ekker tað hengja haus. Nú tökum við bara einn leik í einu en við verðum að spila miklu betur," sagði Snorri í samtali við Rúv.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×