Enski boltinn

Glæsimark Cole dugði Hömrunum ekki

Carlton Cole skoraði frábært mark fyrir West Ham í dag
Carlton Cole skoraði frábært mark fyrir West Ham í dag Nordic Photos / Getty Images

Manchester City er enn taplaust á heimavelli í ensku úrvalsdeildinni eftir að liðið gerði 1-1 jafntefli við West Ham í síðari leik dagsins. Carlton Cole kom West Ham yfir með glæsilegri bakfallsspyrnu á upphafsmínútunum en Darius Vassell jafnaði skömmu síðar og þar við sat.

West Ham var sterkari aðilinn í síðari hálfleik en lengra komst liðið ekki að þessu sinni í þriðju viðureign liðanna á hálfum mánuði. City er í fimmta sæti deildarinnar eftir stigið í dag en það hefur aðeins verið að hiksta undanfarið og er aðeins með einn sigur í síðustu sex leikjum sínum í deildinni. West Ham er sem fyrr í 10. sæti deildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×