Handbolti

Garcia veikur - Sverre í liðið

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Jaliesky Garcia, leikmaður íslenska landsliðsins, er veikur.
Jaliesky Garcia, leikmaður íslenska landsliðsins, er veikur. Mynd/Vilhelm

Veikindi Jaliesky Garcia hafa tekið sig upp á nýjan leik og verður hann ekki með gegn Frökkum í dag.

Hann varð veikur vikuna fyrir mót og fengu allir landsliðsmennirnir lyf við pestinni sem virtist vera að ganga.

Nú er skammturinn hins vegar búinn og hafa veikindi Garcia blossað upp á nýjan leik, að sögn Einars Þorvarðarsonar, framkvæmdarstjóra HSÍ.

Sverre Andreas Jakobsson varð einnig veikur skömmu fyrir mót en hefur nú jafnað sig að fullu. Hann kemur í hópinn í stað Garcia.

Ólafur Stefánsson verður ekki með í dag, rétt eins og í gær, vegna meiðslanna sinna. Hann er tognaður aftan á læri en Einar sagði að bati hans væri á réttri leið.

Miklar vonir eru bundnar við að hann verði orðinn klár í slaginn á þriðjudaginn þegar Ísland spilar fyrsta leikinn sinn í milliriðlakeppninni.

Íslenski hópurinn sem mætir Frökkum í dag:

Markverðir:

12 Birkir Ívar Guðmundsson

16 Hreiðar Guðmundsson

Aðrir leikmenn:

2 Vignir Svavarsson

3 Logi Geirsson

4 Bjarni Fritzson

5 Sigfús Sigurðsson

6 Ásgeir Örn Hallgrímsson

9 Guðjón V. Sigurðsson

10 Snorri Steinn Guðjónsson

13 Einar Hólmgeirsson

15 Alexander Petersson

17 Sverre Jakobsson

18 Róbert  Gunnarsson

25 Hannes Jón Jónsson


Tengdar fréttir

Ólafur verður ekki með í næstu tveimur leikjum

Ólafur Stefánsson hefur staðfest að hann muni ekki leika með íslenska landsliðinu í tveimur síðustu leikjum þess í D-riðlinum á EM. Ólafur fer í ómskoðun á eftir en grunur leikur á um að hann sé með rifinn vöðva aftan í læri. Hann segist sjálfur útiloka að vera með gegn Slóvökum og Frökkum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×