Enski boltinn

Richardson frá í þrjár vikur

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Kieran Richardson í leik með Sunderland.
Kieran Richardson í leik með Sunderland. Nordic Photos / Getty Images

Kieran Richardson verður frá næstu þrjár vikurnar en hann tognaði aftan á læri á æfingu Sunderland í síðustu viku. Hann lék ekki með Sunderland gegn Tottenham um helgina.

Richardson var nýbúinn að jafna sig á bakmeiðslum og er þetta því mikið reiðarslag fyrir hann og Sunderland.

„Svo virðist sem að við tökum eitt skref fram á við og eitt skref aftur á bak eins og er hvort sem það á við úrslit leikja eða meiðsli leikmanna," sagði Roy Keane, stjóri Sunderland.

„En svona er lífið og maður verður bara að halda áfram."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×