Fleiri fréttir

Houston lagði San Antonio

Ellefu leikir voru á dagskrá í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Houston vann góðan sigur á grönnum sínum í San Antonio á heimavelli 83-81 þar sem Tracy McGrady lék á ný með liði Houston eftir að hafa misst úr 11 leiki vegna hnémeiðsla.

Öruggur sigur Frakka á Svíum

Frakkar eru öruggir í milliriðla á EM eftir að liðið vann öruggan sigur 28-24 á Svíum í Þrándheimi í D-riðli okkar Íslendinga í kvöld. Franska liðið var skrefinu á undan allan leikinn og leiddi 18-13 í hálfleik.

Spánverjar lögðu Hvít-Rússa

Spánverjar unnu sinn fyrsta sigur á EM í kvöld þegar þeir skelltu Hvít-Rússum 36-31 og hafa því hlotið tvö stig í C-riðlinum þar sem Þjóðverjar eru efstir með fjögur stig. Albert Rocas skoraði 11 mörk fyrir Spánverja þar af 9 úr vítum og Alberto Entrerrios skoraði 9 mörk. Barys Pukhouski skoraði 8 mörk fyrir Hvít-Rússa.

Átti von á þessum viðbrögðum

„Ég átti von á stórsigri hjá okkar mönnum í dag. Fyrri hálfleikur var auðvitað alveg frábær,“ sagði Patrekur Jóhannesson, einn þriggja sérfræðinga Vísis um EM í handbolta.

Flottasta mark sem skorað hefur verið á EM

Landsliðsmaðurinn Logi Geirsson skoraði án nokkurs vafa mark leiksins í kvöld þegar Íslendingar lögðu Slóvaka á EM þegar hann skoraði 16. mark íslenska liðsins með þrumufleyg á síðustu sekúndum fyrri hálfleiks.

Hreiðar: Vörnin var geðveik

Hreiðar Guðmundsson var að vonum kátur eftir sigur Íslendinga á Slóvökum á EM í dag en það var ekki síst fyrir stórleik Hreiðars í fyrri hálfleik að íslenska liðið landaði sigrinum.

Guðmundur og Ingvi framlengja

Keflvíkingarnir Guðmundur Steinarsson og Ingvi Rafn Guðmundsson skrifuðu í dag undir framlengingu á samningum sínum við knattspyrnudeild Keflavíkur. Þetta kom fram á heimasíðu Keflavíkur í kvöld.

Frábær tilþrif í Keflavík

Í dag fór fram svokallaður stjörnudagur hjá íslenskum körfuboltamönnum í Keflavík þar sem landsliðin tóku á móti úrvalsliðum leikmanna úr Iceland Express deildunum. Þá var haldin troðslukeppni í hálfleik á karlaleiknum.

Grétar Rafn komst vel frá sínu

Grétar Rafn Steinsson spilaði allar 90 mínúturnar fyrir Bolton í kvöld þegar liðið náði 0-0 jafntefli við Newcastle á St. James´ Park. Leikurinn var hrútleiðinlegur og voru lærisveinar Kevin Keegan heppnir að tapa ekki þegar Shay Given markvörður varði stórkostlega í dauðafæri gestanna í uppbótartíma.

Þjóðverjar í milliriðil

Heimsmeistarar Þjóðverja tryggðu sér í kvöld sæti í milliriðli EM í handbolta með 28-24 sigri á Ungverjum í C-riðlinum. Markus Baur og Torsten Jansen skoruðu 5 mörk hvor fyrir Þjóðverja sem hafa unnið tvo fyrstu leiki sína í riðlakeppninni.

Alfreð: Frábær fyrri hálfleikur

Alfreð Gíslason var mjög ánægður með leik íslenska landsliðsins í fyrri hálfleik í leiknum gegn Slóvökum á EM í dag. Hann segir liðið þurfa fullkomna einbeitingu ef það ætli sér að eiga möguleika gegn Frökkum á morgun.

Góður sigur hjá Burnley

Jóhannes Karl Guðjónsson og félagar í Burnley unnu í dag góðan 2-1 útisigur á Coventry í ensku Championship deildinni. Jóhannes Karl var í byrjunarliði Burnley en var skipt af velli á 75. mínútu.

Ferguson: Var farinn að hafa áhyggjur

Sir Alex Ferguson segist hafa verið farinn að hafa áhyggjur af því að hans menn í Manchester United næðu ekki að skora gegn Reading í dag.

Ánægður með svar sinna manna

Arsene Wenger var mjög ánægður með frammistöðu sinna manna í Arsenal í dag þegar liðið burstaði Fulham 3-0 á útivelli í ensku úrvalsdeildinni. Liðið spilaði illa þegar það gerði jafntefli við Birmingham í leiknum þar á undan.

Grétar í byrjunarliði Bolton

Grétar Rafn Steinsson er í byrjunarliði Bolton í dag í sínum fyrsta leik fyrir félagið. Bolton sækir Newcastle heim í fyrsta leik Kevin Keegan við stjórnvölinn hjá þeim svarthvítu.

Keegan saknar Jose Mourinho

Kevin Keegan, nýráðinn stjóri Newcastle í ensku úrvalsdeildinni, segist óska þess að Jose Mourinho snúi aftur í deildina einn daginn.

Adebayor kominn með tvö í hálfleik

Nú er kominn hálfleikur í leikjunum sex sem standa yfir í ensku úrvalsdeildinni. Arsenal hefur yfir 2-0 á útivelli gegn Fulham þar sem markahrókurinn Emmanuel Adebayor er búinn að skora bæði mörkin með skalla.

Það er búið að skipta þér til New York

Brasilíumaðurinn Leandro Barbosa hjá Phoenix Suns í NBA deildinni fékk áfall á þriðjudagskvöldið þegar gert var símaat í honum á Beverly Hills hótelinu.

Loksins sigur hjá Hearts

Skoska liðið Hearts komst loksins á sigurbraut í úrvalsdeildinni í dag þegar það vann 1-0 sigur á grönnum sínum í Hibernian í Edinborg. Eggert Jónsson lék allan leikinn með Hearts og markvörðurinn Haraldur Björnsson sat á bekknum. Hearts hafði ekki unnið sigur í 10 síðustu leikjum sínum.

Federer áfram eftir maraþonviðureign

Roger Federer, stigahæsti tennisleikari heimsins, lenti í bullandi vandræðum með Serbann Janko Tipsarevic í þriðju umferð opna ástralska meistaramótsins.

Ég mun styðja Joey Barton

Kevin Keegan segist muni gera allt sem í hans valdi stendur til að hlúa að miðjumanninum Joey Barton, sem gæti átt yfir höfði sér fangelsisvist vegna ofbeldisverka.

Walcott veldur vonbrigðum

Arsene Wenger hefur viðurkennti að framfarir hins unga Theo Walcott séu ekki á pari við það sem hann átti von á þegar hann keypti drenginn frá Southampton á sínum tíma.

Miðlungsframmistaða hjá Ronaldo í rúminu

Önnur vændiskonan sem sögð er hafa skemmt sér með Cristiano Ronaldo á hóteli í Róm fyrir skömmu, segir frá öllu í smáatriðum í viðtali við breska blaðið Sun.

Alfreð: Verðum að passa okkur á Slóvökunum

Íslenska landsliðiði í handbolta spilar í dag annan leikinn sinn á EM í Noregi þegar það mætir liði Slóvaka klukkan 17:15. Alfreð Gíslason segir Slóvakana sýnda veiði en ekki gefna.

Keegan gerir Owen að fyrirliða

Kevin Keegan virðist nú hafa tekið af allan vafa með samband sitt við Michael Owen hjá Newcastle, því hann hefur gert framherjann að fyrirliða liðsins.

Bjarni inn í hópinn í stað Ólafs

Alfreð Gíslason hefur valið Bjarna Fritzson inn í íslenska landsliðshópinn fyrir leikinn gegn Slóvökum í dag í stað Ólafs Stefánssonar sem er meiddur. Eins og greint var frá hér á Vísi í gær er Ólafur meiddur á læri og tvísýnt þykir að hann nái heilsu fyrir leikinn gegn Frökkum á morgun.

Miami tapaði 12. leikunum í röð

Átta leikir voru á dagskrá í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Miami tapaði 12. leiknum í röð þegar það lá fyrir Portland á heimavelli 98-91. Brandon Roy skoraði 24 stig fyrir Portland en Dwyane Wade skoraiði 37 stig fyrir heimamenn.

Fram enn ósigrað á toppnum

Fram vann sigur á Gróttu, 25-19, er heil umferð fór fram í N1-deild kvenna í handbolta í kvöld.

Danir unnu öruggan sigur

Danmörk vann í kvöld sinn fyrsta leik á EM er liðið vann átta marka sigur á Svartfjallalandi, 32-24.

Krkic vekur áhuga Aragones

Luis Aragones er ánægður með frammistöðu táningsins Bojan Krkic með Barcelona á leiktíðinni og gæti valið hann í EM-hóp Spánar.

Keegan ætlar að ræða við Shearer

Kevin Keegan, nýráðinn knattspyrnustjóri Newcastle, ætlar að ræða við markahetjuna Alan Shearer um hvort hann gæti orðið hluti af starfsliði sínu hjá félaginu.

Meiðsli Óla þjappa hinum saman

„Ég held að meiðsli Óla hljóti að þjappa mönnum enn betur saman fyrir leikinn gegn Slóvökum á morgun,“ sagði Sigurður Sveinsson, einn þriggja sérfræðinga Vísis um EM í handbolta.

Skyldusigur hjá Króötum

Króatía vann í dag skyldusigur á Tékkum í A-riðli á EM í handbolta, 30-26, eftir að staðan var jöfn í hálfleik, 13-13.

Stórsigur Norðmanna á Rússum

Heimamenn eru svo sannarlega að standa undir væntingum á EM í Noregi en í dag vann liðið ellefu marka sigur á Rússum, 32-21.

Kjartan Henry til Sandefjord

Knattspyrnumaðurinn Kjartan Henry Finnbogason er genginn í raðir norska 1. deildarliðsins Sandefjord, en hann hefur verið á mála hjá skoska liðinu Glasgow Celtic undanfarin ár. Hann skrifaði undir þriggja ára samning í dag.

Sjá næstu 50 fréttir