Handbolti

Svíar rótburstuðu Slóvaka

Kim Andersson var öflugur hjá Svíum í dag
Kim Andersson var öflugur hjá Svíum í dag AFP

Svíar virðast hafa verið fljótir að jafna sig á tapinu gegn Frökkum í D-riðli okkar Íslendinga á EM. Sænska liðið rótburstaði Slóvaka 41-25 í lokaleik sínum í riðlinum í dag og fer því með tvö stig í milliriðil.

Kim Andersson var markahæstur Svía í leiknum í dag og skoraði 8 mörk úr 9 skotum og Marcus Ahlm skoraði 6 mörk úr 6 skotum. Svíarnir voru með 80% skotnýtingu í leiknum og vörðu markverðir Slóvaka aðeins fjóra bolta samtals í leiknum.

Frakkar geta haft með sér fjögur stig í milliriðilinn ef liðið vinnur Íslendinga í dag en íslenska liðið fer með ekkert stig með sér ef það tapar fyrir Frökkum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×