Handbolti

Styrkleikaröðun fyrir undankeppni HM 2009 klár

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Slóvakía og Ísland gætu mæst á nýjan leik í undankeppni HM 2010.
Slóvakía og Ísland gætu mæst á nýjan leik í undankeppni HM 2010. Nordic Photos / AFP

Nú er búið að raða niður þeim þjóðum í styrkleikaflokka sem munu mætast í undankeppni HM 2009 næstkomandi vor.

Tvær þjóðir eru þegar búnar tryggja sér þátttökurétt á mótinu. Það eru gestgjafarnir, Króatía, og heimsmeistararnir, Þýskaland.

Þrjár efstu þjóðirnar á EM (fyrir utan Þýskaland og Króatíu) vinna sér sömuleiðis þátttökurétt á HM í Króatíu á næsta ári og þurfa ekki að taka þátt í undankeppninni í vor.

Rússar eru þegar dottnir úr leik á EM en sluppu við neðri styrkleikaflokkinn þar sem þeir náðu 13. sæti keppninnar. Tékkar gerðu slíkt hið sama en þeir lentu í 14. sæti.

Hvíta-Rússland og Slóvakía lentu í tveimur neðstu sætunum á EM og fara því í neðri styrkleikaflokkinn ásamt þeim þjóðum sem komust upp í gegnum forkeppnina.

Öll hin liðin sem eru komin í milliriðlakeppnina raðast í efri styrkleikaflokkinn, fyrir utan þær þjóðir sem vinna sér beinan þátttökurétt á HM.

Dregið verður í undankeppninna á sunnudaginn kemur.

Efri styrkleikaflokkur:

4. sæti á EM*

5. sæti á EM*

6. sæti á EM*

7. sæti á EM*

8. sæti á EM*

9. sæti á EM*

10. sæti á EM*

Rússland

Tékkland

* fyrir utan Þýskaland og Króatíu

Neðri styrkleikaflokkur:

Hvíta-Rússland

Slóvakía

Serbía

Rúmenía

Sviss

Úkraína

Grikkland

Bosnía

Makedónía




Fleiri fréttir

Sjá meira


×