Enski boltinn

Hicks ætlar ekki að selja

Nordic Photos / Getty Images

Tom Hicks, annar eigenda Liverpool, segir ekki koma til greina að selja hlut sinn í félaginu. Orðrómur hefur verið á kreiki um að fjárfestar frá Dubai ætluðu að gera yfirtökutilboð í félagið.

"Þessar fréttir af yfirtökutilboðum eru algjör tilbúningur og lygi. Ég hef ekki fengið nein tilboð í minn hlut og hef heldur ekki í hyggju að selja," sagði Hicks.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×