Handbolti

Rússar úr leik á EM

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Vladimir Maksimov, þjálfari Rússa til margra ára.
Vladimir Maksimov, þjálfari Rússa til margra ára. Nordic Photos / AFP

Óvæntasta frétt dagsins á EM í handbolta er líklega sú staðreynd að Rússar urðu í neðsta sæti í B-riðli og féllu þar með úr leik.

Gamla stórveldið, rússneski björninn, er því fallið í bili að minnsta kosti en Rússar vilja sjálfsagt gleyma þessu móti sem allra fyrst.

Jafnteflið við Svartfjallaland í fyrstu umferðinni varð liðinu að falli en Rússar töpuðu svo stórt fyrir Norðmönnum í næsta leik, 32-21. Danir unnu svo Rússa í dag, 31-28.

Svartfellingar geta þó leyft sér að gleðjast mikið. Liðið kemst áfram á einu stigi en einu marki munaði á árangri Rússa og Svartfellinga.

Svartfellingar voru með þrettán mörk í mínus en Rússar fjórtán.

Milliriðill 1:

22. janúar:

15.15 Króatía - Danmörk

17.15 Pólland - Noregur

19.15 Slóvenía - Svartfjallaland

23. janúar:

15.15 Króatía - Svartfjallaland

17.15 Slóvenía - Noregur

19.15 Pólland - Danmörk

24. janúar:

15.15 Pólland - Svartfjallaland

17.15 Slóvenía - Danmörk

19.15 Króatía - Noregur

Staðan:

Króatía 4 stig (+10 í markatölu)

Noregur 4 (+6)

Danmörk 2 (+7)

Pólland 2 (+1)

Slóvenía 0 (-11)

Svartfjallaland 0 (-13)




Fleiri fréttir

Sjá meira


×