Enski boltinn

Riise vill framlengja við Liverpool

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
John Arne Riise, leikmaður Liverpool
John Arne Riise, leikmaður Liverpool Nordic Photos / Getty Images

Norðmaðurinn John Arne Riise vill framlengja samning sinn við Liverpool en hann hefur verið orðaður við Aston Villa.

„Þetta tímabil hefur verið furðulegt," sagði Riise. „Ég hef staðið mig vel í nokkrum leikjum en illa í öðrum. Svo þegar félagaskiptaglugginn opnar fara orðrómar í gang, sérstaklega þar sem ég á átján mánuði eftir af samningi mínum. En allir vita að ég er ánægður hjá Liverpool."

Riise er 27 ára gamall og ekki ólíklegt að Liverpool vilji framlengja samning sinn við hann.

Þá hefur Peter Crouch einnig sagst vilja vera áfram hjá Liverpool en hann hefur verið orðaður við Portsmouth.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×