Handbolti

Christiansen skoraði 13 mörk í sigri Dana

Lars Christiansen var frábær í danska liðinu í dag
Lars Christiansen var frábær í danska liðinu í dag AFP

Danir tryggðu sér í dag tvö stig í nesti í milliriðlana á EM með 31-28 sigri á Rússum í B-riðlinum. Danirnir voru með 18-11 forystu í hálfleik og lönduðu sigrinum þrátt fyrir að Rússarnir hefðu lagað stöðuna í lokin.

Lars Christiansen var maður leiksins en hann skoraði 13 mörk fyrir Dani úr 13 skotum - þar af 7 úr vítum. Lars Krogh Jeppesen skoraði 5 mörk, en Eduard Koksharov var atkvæðamestur Rússa með 6 mörk.

Heimamenn Norðmenn eru í efsta sæti riðilsins og geta farið með fjögur stig með sér í milliriðilinn með sigri á Svartfellingum í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×