Handbolti

Danir vilja halda HM 2011

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Danir fagna sigri.
Danir fagna sigri. Nordic Photos / Bongarts

Danir ætla að leggja fram beiðni um að fá að halda heimsmeistaramótið í handknattleik árið 2011.

Þetta segir Per Rasmussen, formaður danska handknattleikssambandsins, í samtali við Politiken í dag.

„Við eigum í harðri samkeppni við Svíþjóð og Spán sem eiga fulltrúa í innsta hring Alþjóða handknattleikssambandsins (IFH)," sagði Rasmussen.

„Þetta snýst fyrst og fremst um handboltapólitík og hver styður hvern. Ég vona að þeir sem hvorki styðja Svía eða Spánverja velji okkur í staðinn."

Það sem helst skortir hjá Dönum er nægilega góður vettvangur fyrir sjálfan úrslitaleikinn en Rasmussen segist hafa lausn á því.

„Sjálfur væri ég hrifnastur af því að láta spila úrslitaleikinn á Parken í Kaupmannahöfn. Þar væri hægt að koma fyrir 20 þúsund áhorfendum."

HM í handbolta fer næst fram í Króatíu á næsta ári. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×