Handbolti

Slóvakía í neðsta sæti á EM

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Michal Baran í leik Íslands og Slóvakíu.
Michal Baran í leik Íslands og Slóvakíu. Nordic Photos / AFP

Slóvakía hlaut þau slæmu hlutskipti að lenda í 16. og neðsta sæti á EM í handbolta sem fer fram í Noregi.

Slóvakar töpuðu stórt fyrir Svíum í dag, 41-25, og gerði það útslagið. Slóvakía fékk ekkert stig í D-riðli og var með 23 mörk í mínus í markatölu sinni.

Það er versta markahlutfallið allra þeirra liða sem lentu í fjórða sæti í sínum riðli og raðast því Slóvakía í 16. sætið.

Rússland var eina liðið sem fékk stig af þeim liðum sem ráku lestina í sínum riðlum. Rússar enda því í 13. sæti á mótinu.

13. sæti: Rússland (B-riðill: 1 stig)

14. sæti: Tékkland (A-riðill: 0 stig; 88-97; 9 mörk í mínus)

15. sæti: Hvíta Rússland (C-riðill: 0 stig; 83-101; 18 mörk í mínus)

16. sæti: Slóvakía (D-riðill: 0 stig; 78-101; 23 mörk í mínus)




Fleiri fréttir

Sjá meira


×