Handbolti

Ísland mætir næst Þýskalandi

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Heimsmeistararnir bíða handan við hornið.
Heimsmeistararnir bíða handan við hornið. Nordic Photos / Bongarts

Eftir sigur Ungverja á Svartfellingum í dag er það ljóst að Ísland mætir fyrst Þýskalandi í milliriðli 2 á þriðjudaginn kemur.

Ungverjar unnu fimm marka sigur í dag, 31-26, en staðan í hálfleik var 18-16, Ungverjum í hag.

Þetta þýðir að Ungverjaland, Spánn og Þýskaland fengu öll fjögur stig í C-riðli og fara því öll með tvö stig í milliriðlakeppnina.

Ungverjaland er með besta árangurinn í innbyrðisviðureignum þessara liða, þá Spánn og svo Þýskaland.

Leikir Íslands í milliriðlakeppninni í Þrándheimi verða eftirtaldir:

22. janúar:

15.20 Ungverjaland - Svíþjóð

17.30 Spánn - Frakkland

19.30 Þýskaland - Ísland

23. janúar :

15.30 Ungverjaland - Ísland

17.30 Þýskaland - Frakkland

19.30 Spánn - Svíþjóð

24. janúar:

14.20 Spánn - Ísland

16.20 Þýskaland - Svíþjóð

18.20 Ungverjaland - Frakkland

Staðan í milliriðli 2:

Frakkland 4 stig (+13 í markatölu)

Ungverjaland 2 stig (+3)

Spánn 2 stig (+1)

Svíþjóð 2 stig (+1)

Þýskaland 2 stig (-4)

Ísland 0 stig (-14)




Fleiri fréttir

Sjá meira


×