Handbolti

RÚV með sjö leiki af níu í beinni sjónvarpsútsendingu

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Þeir sem ekki verða staddir í Þrándheimi geta horft á leiki Íslands í Sjónvarpinu.
Þeir sem ekki verða staddir í Þrándheimi geta horft á leiki Íslands í Sjónvarpinu. Mynd/Pjetur

Sjónvarpið mun sýna beint frá sjö leikjum af þeim níu sem eru á dagskrá í milliriðli Íslands á EM í handbolta.

Ísland og Þýskaland munu mætast í fyrsta leik á morgun klukkan 15.20 og verður Sjónvarpið vitanlega með beina útsendingu frá þeim leik sem og öðrum leikjum Íslands á mótinu.

Aðeins tveir leikir í milliriðlinum verða ekki í beinni sjónvarpsútsendingu en verða þá í beinni útsendingu á rúv.is.

Það eru leikir Ungverjalands og Svíþjóðar á morgun annars vegar og Þýskalands og Svíþjóðar á fimmtudaginn hins vegar.

Annars er dagskráin þannig:

22. janúar:

15.20 Þýskaland-Ísland (í beinni á RÚV)

17.30 Spánn-Frakkland (RÚV)

19.30 Ungverjaland-Svíþjóð (í beinni á rúv.is)

23. janúar:

15.15 Spánn-Svíþjóð (RÚV)

17.15 Þýskaland-Frakkland (RÚV)

19.15 Ungverjaland-Ísland (RÚV)

24. janúar:

14.20 Spánn-Ísland (RÚV)

16.20 Ungverjaland-Frakkland (RÚV)

18.20 Þýskaland-Svíþjóð (rúv.is)




Fleiri fréttir

Sjá meira


×