Handbolti

Norðmenn með fullt hús stiga

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Gunnar Pettersen ræðir við leikmenn sína í dag.
Gunnar Pettersen ræðir við leikmenn sína í dag. Nordic Photos / AFP

Noregur vann í dag sigur á Svartfjallalandi í lokaleik B-riðils á EM í handbolta, 27-22.

Heimamenn fara því með fjögur stig í milliriðlakeppnina og standa því vel að vígi fyrir átökin sem eru framundan.

Þar bíða þeim Slóvenar, Pólverjar og Króatar en síðastnefnda þjóðin fékk einnig fullt hús stiga.

Vinni Norðmenn Pólverja og Slóvena er sæti þeirra í undanúrslitunum tryggt.

Norðmenn skoruðu síðustu fimm mörkin í fyrri hálfleik og leiddu í hálfleik, 16-11. Dugði það þeim til að tryggja sér sigur á endanum.

Håvard Tvedten skoraði flest mörk fyrir Norðmenn, fimm talsins en þar af komu þrjú úr vítum. Jan Thomas Lauritzen og Kristian Kjelling komu næstir með fjögur mörk hver.

Hjá Svartfjallalandi skoraði Alen Muratvoic flest mörk eða átta talsins. Drasko Mrvaljevic kom næstur með sex mörk og Mladen Rakcevic skoraði fimm.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×