Handbolti

Pólverjar lögðu Tékka

Bartisz Jurecki skorar eitt af fjórum mörkum sínum fyrir Pólverja
Bartisz Jurecki skorar eitt af fjórum mörkum sínum fyrir Pólverja AFP

Pólverjar unnu annan sigur sinn á EM í handbolta í dag þegar þeir skelltu Tékkum 33-30 í A-riðli. Karol Bielecki skoraði 9 mörk úr 11 skotum fyrir Pólverja og Adam Weiner varði 17 skot í markinu en Karel Nocar var markahæstur Tékka með 7 mörk.

Króatar eru efstir í riðlinum með 4 stig og eiga leik til góða gegn Þjóðverjum í dag, Pólverjar hafa einnig 4 stig, Slóvenar 2 og Tékkar eru án stiga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×