Handbolti

Ólafur Stefánsson: Ég finn sama og ekkert fyrir þessu

Elvar Geir Magnússon skrifar

„Það gekk vel á æfingunni. Ég finn sama og ekkert fyrir þessu. Ég held að ég geti beitt mér að fullu," sagði Ólafur Stefánsson í samtali við vefsíðu Í blíðu og stríðu eftir æfingu íslenska landsliðsins í dag.

Ólafur spilaði ekki með gegn Slóvökum og Frökkum en verður að öllum líkindum með gegn Þýskalandi á morgun þegar keppni í milliriðlinum fer af stað.

„Það er engin ástæða til að örvænta. Við eigum fína möguleika á móti þjóðverjum," sagði Ólafur.

Örnólfur Valdimarsson læknir sagði í samtali við vefsíðuna að allt liti vel út varðandi Ólaf. Hægt er að lesa nánar um málið á ibliduogstridu.is




Fleiri fréttir

Sjá meira


×