Fótbolti

Muntari tryggði Ghana sigur

Leikmenn Ghana fagna í kvöld
Leikmenn Ghana fagna í kvöld AFP
Glæsimark frá Portsmouth-manninum Sulley Muntari tryggði heimamönnum í Ghana nauman 2-1 sigur á Gíneu í opnunarleiknum í Afríkukeppninni í knattspyrnu í kvöld. Ghanamenn áttu þrjú skot í slá í fyrri hálfleik en náðu ekki að tryggja sér sigurinn fyrr en Muntari þrumaði boltanum í netið af 25 metra færi í lokin.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×