Fleiri fréttir

Tilþrifin: Eiki47 stríddi toppliðinu

Vísir birtir Elko tilþrif kvöldsins úr Ljósleiðaradeildinni í CS:GO eftir hvern keppnisdag í allan vetur. Í þetta sinn er það Eiki47 í liði Fylkis sem á heiðurinn af tilþrifum kvöldsins.

Kross 13. umferðar: Áminning frá kónginum í Krikanum

Þrettándu umferð Olís-deildar karla í handbolta lauk á mánudaginn. Hverjir áttu góðan dag og hverjir slæman? Hverjir þurfa að hafa áhyggjur og hvað sagði tölfræðin? Vísir fer yfir umferðina á léttum og gagnrýnum nótum.

Meinaður aðgangur og neyddur til að afklæðast fyrir að bera regnbogalitina

Stuðningsmaður enska landsliðsins í knattspyrnu segir að hann neyddur til að afklæðast í lokuðu herbergi á meðan öryggisverðir leituðu á honum og að sér hafi verið meinaður aðgangur að leik Hollands og Katar og fyrir það að klæðast regnbogalitunum á leið sinni inn á leikvanginn á HM í Katar í gær.

Sjáðu Óðin tryggja Kadetten sigurinn með seinasta kasti leiksins

Óðinn Þór Ríkharðsson reyndist hetja svissneska liðsins Kadetten Schaffhausen er liðið vann dramatískan eins marks sigur gegn Benfica í Evrópudeildinni í handbolta í kvöld. Lokatölur 26-25, en Óðinn tryggði liðinu sigurinn þegar leiktíminn var runninn út.

„Mér fannst við eiga inni“

Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals, var eðlilega svekktur eftir tap liðsins gegn franska liðinu PAUC í Evrópudeildinni í handbolta í kvöld. Valsmenn voru með leikinn í höndum sér framan af í síðari hálfleik, en Frakkarnir sigldu fram úr á lokakaflanum.

Segir að loftræstingin á leikvöngunum sé að gera leikmenn veika

Brasilíski knattspyrnumaðurinn Antony, leikmaður Manchester United og brasilíska landsliðsins, segir að loftræstingin á leikvöngunum á HM í Katar hafi valdið því að hann, og aðrir leikmenn brasilíska liðsins, hafi orðið veikir á síðustu dögum.

Umfjöllun: PAUC - Valur 32-29 | Stöngin út hjá Val í Frakklandi

Eftir frábæra frammistöðu lengst af varð Valur að játa sig sigraðan gegn PAUC, 32-29, í B-riðli Evrópudeildarinnar í handbolta karla í kvöld. Þetta var annað tap Valsmanna í Evrópudeildinni í röð en þriðji sigur Frakkanna í röð. Kristján Örn Kristjánsson lék ekki með PAUC í kvöld vegna meiðsla.

Pulisic skaut Bandaríkjamönnum í 16-liða úrslit

Christian Pulisic skoraði eina mark leiksins er Bandaríkjamenn unnu 1-0 sigur gegn Íran í lokaumferð B-riðils á heimsmeistaramótinu í Katar í kvöld. Sigurinn þýðir að Bandaríkjamenn eru á leið í 16-liða úrslit á kostnað Írana.

England tryggði sér efsta sætið með öruggum sigri í grannaslagnum

England tryggði sér efsta sæti B-riðils á heimsmeistaramótinu í Katar er liðið vann öruggan 3-0 sigur gegn nágrönnum sínum í Wales í kvöld. Ekki nóg með það að hafa gulltryggt sæti sitt í 16-liða úrslitum tókst Englendingum einnig að slá Walesverja úr leik.

„Að fá alvöru lið heim til Íslands er að gera ótrúlega mikið“

Arnar Pétursson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í handbolta, er þessa stundina staddur á leik PAUC og Vals úti í Frakklandi í riðlakeppni Evrópudeildarinnar í handbolta. Hann segir það gríðarlega mikilvægt fyrir íslenskan handbolta að sjá Valsmenn máta sig við nokkur af stærri liðum Evrópu.

Ljósleiðaradeildin í beinni: Snúa aftur eftir langa pásu

Tíunda umferð Ljósleiðaradeildarinnar í CS:GO hefst í kvöld með tveimru leikjum í veinni útsendingu á Stöð 2 eSport og Vísi. Deildin hefur verið í pásu í tæpar þrjár vikur þar sem liðin tóku þátt í forkeppni Blast mótaraðarinnar.

Tæknin sannar að Ronaldo snerti aldrei boltann

Portúgalska stórstjarnan Cristiano Ronaldo fagnaði ógurlega er liðið tók 1-0 forystu gegn Úrúgvæ í leik liðanna á HM í gær. Ronaldo fullyrti að hann hafi snert boltann á leið sinni í netið eftir fyrirgjöf frá Bruno Fernandes, en tæknin hefur nú sannað að svo var ekki og það var því Bruno sem skoraði markið.

„Auðvitað er þetta ótrúlega erfitt andlega“

Körfuboltakonan Helena Sverrisdóttir úr Haukum vonast til að komast aftur á völlinn fyrir áramót en hún jafnar sig eftir liðþófaaðgerð. Hún segir taka á að vera utan vallar en hlakkar mikið til að komast aftur á parketið.

Gunnar foxillur: „Það er labbað í gegnum ykkur“

„Gunni Magg reif nýtt rassgat á sína leikmenn í þessu leikhléi,“ sagði Stefán Árni Pálsson, þáttastjórnandi Seinni bylgjunnar, um sannkallaðan reiðilestur frá foxillum Gunnari Magnússyni, þjálfara Aftureldingar, í gærkvöld.

HM í Katar „gullgæs“ fyrir Talibana sem græddu milljarða

Hreyfing Talibana í Afganistan græddi andvirði milljarða króna á uppbyggingu Katara fyrir heimsmeistaramót karla í fótbolta sem nú stendur yfir í síðarnefnda ríkinu. Það gerðu þeir fyrir tilstuðlan greiðslna frá katarska ríkinu undir yfirskini friðaviðræðna. 

Neville gapandi hissa á Thiago Silva

Gary Neville, sparkspekingur og fyrrverandi landsliðsmaður Englands, botnar ekkert í því hvernig brasilíski varnarmaðurinn Thiago Silva fer að því að spila jafn vel og hann gerir, 38 ára að aldri.

„Ekki með eins lið og Valsarar upp á hraðann að gera“

Kristján Örn Kristjánsson, skytta í liði PAUC frá Frakklandi sem tekur á móti Val í Evrópudeild karla í handbolta í kvöld, segir að hans menn búist fastlega við sigri. Leikurinn hefst klukkan 19:45 og verður í beinni á Stöð 2 Sport.

Sjá næstu 50 fréttir