Spænska dagblaðið Marca greinir frá því að Al Nassr hafi gert Ronaldo stjörnugalið samningstilboð. Um er að ræða tveggja og hálfs árs samning sem færir Ronaldo 172,9 milljónir punda í árslaun. Al Nassr er næstsigursælasta lið Sádí-Arabíu með níu meistaratitla.
Ronaldo hafnaði því að fara til Sádí-Arabíu síðasta sumar en gæti tekið skrefið þangað núna. Ólíklegt þykir að nokkurt lið sem er eftir í Meistaradeild Evrópu vilji fá Portúgalann.
Hinn 37 ára Ronaldo er nú staddur með portúgalska landsliðinu á HM í Katar. Hann hefur skorað eitt mark á mótinu til þessa.
Samningi Ronaldos við United var rift í síðustu viku eftir umtalað hans við Piers Morgan þar sem hann gagnrýndi nánast allt og alla sem tengjast United. Hann sneri aftur til félagsins á lokadegi félagaskiptagluggans í fyrra og var markahæsti leikmaður United á síðasta tímabili. Ronaldo hins vegar bara þrjú mörk á þessu tímabili.