Fótbolti

Blaðamaður sagði að Hazard væri feitur og bað svo um mynd af sér með honum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Eden Hazard hefur ekki náð sér á strik á HM, ekki frekar en aðrir leikmenn Belgíu.
Eden Hazard hefur ekki náð sér á strik á HM, ekki frekar en aðrir leikmenn Belgíu. getty/Pawel Andrachiewicz

Egypskur blaðamaður tjáði Eden Hazard, einni af stærstu stjörnu belgíska landsliðsins, að hann væri orðinn feitur. Hann bað síðan um mynd af sér með Hazard.

Belgía tapaði 2-0 fyrir Marokkó í öðrum leik sínum á heimsmeistaramótinu í Katar á sunnudaginn. Eftir leikinn sat Hazard fyrir svörum á blaðamannafundi og fékk meðal annars óvænta spurningu frá egypskum blaðamanni.

„Við höfum tekið eftir því að þú hefur bætt svolítið á þig. Hvernig hefurðu glímt við það og af hverju gerðist það?,“ sagði blaðamannamaðurinn án þess að blikna.

Hazard bað hann um að endurtaka spurninguna og svaraði svo að hann hefði ekki fitnað og æfði vel eins og hann hefði alltaf gert.

Eftir blaðamannafundinn bað Egyptinn svo um mynd af sér með Hazard. Belginn tók það hins vegar ekki í mál.

Hazard og félagar verða að vinna Króatíu í lokaumferð riðlakeppninnar til að komast í sextán liða úrslit.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.