Sport

Dagskráin í dag: Rólegur dagur í íþróttunum

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Stelpurnar í Babe Patrol verða á sínum stað með sinn vikulega þátt á Stöð 2 eSport í kvöld.
Stelpurnar í Babe Patrol verða á sínum stað með sinn vikulega þátt á Stöð 2 eSport í kvöld.

Það er heldur rólegur dagur framundan á sportrásum Stöðvar 2 í dag og er aðeins ein bein útsending á dagskrá.

Það eru stelpurnar í Babe Patrol sem eiga sviðið í dag, en þær verða á sínum stað með sinn vikulega þátt á Stöð 2 eSport klukkan 21.00. Þær Alma, Eva, Högna og Kamila og skipa Babe Patrol og ætla sér að spila og skemmta áhorfendum langt fram á kvöld.

Þrátt fyrir að aðeins ein bein útsending sé á dagskrá er nóg um að vera á sportrásunum. Til að mynda verður hægt að horfa aftur á leik Vals og PAUC í Evrópudeildinni í handbolta á Stöð 2 Sport og á Stöð 2 Sport 2 verður hægt að rifja upp leiki í ensku bikarkeppninni, FA-bikarnum, frá morgni til kvölds.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.